Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1912, Síða 2

Bjarmi - 01.03.1912, Síða 2
34 BJARMI mesta stund lagði hann á íslenzka fræði, því að hann var hverjum manni þjóðræknari, enda liggur mjög mikið eftir hann af rilgjörðum, er snerta ísl. sögu og fornfræði, því að hann var iðjumaður mikill. Ljúft var honum að leiðheina þeim, sem eitthvað vildu vita um sögu Islands að fornu og nýju, og hvalti marga námgjarna unglinga til náms, og sluddi aðra, ef hann hugði, að þeir gætu orðið fósturjörðunni lil gagns og sóma. Séra Valdimar jafnar honum lil Eggerls skálds Ólafssonar í minning- arljóði sínu: »Hann liét eftir hinum eldri og honum likur var........... Ilann líktist lionum i öllu ei og ci var honum jatn, en bar þó meö sæmd og sóma hið sama iræga natn«. Frú Ragnhildur Þorsteinsdóttir Briem var dóttir séra Þorsteins prests að Kálfafellsstað (d. 1870), Einarssonar, Högnasonar stúdents i Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum. Kona Einars stúd- ents var Ragnhildur dóttir séra Sig- urðar Jónssonar á Reyni (d. 1786) og Sigríðar dóttur Jóns próf. Stein- grímssonar á Prestsbakka á Síðu (d. 1791) og er hans áður minst í þessu blaði. Guðríður móðir frú Ragnhild- ar var Torfadóltir prests í Hruna (d. 1834), Jónssonar prests samastaðar (d. 1810), Finnssonar biskups (d.1789), Jónssonar próf. Halldórssonar hins fróða í Hítardal (d. 1756). Hún var alsystir frú Torfhildar Þ. Hólm skáldkonu. Frú Ragnhildur var fædd á Kálfa- fellsstað 7. júní 1842 og ólsl þar upp hjá foreldrum sínum og naut góðs uppeldis og var vel mentuð kona. Hún var hjá foreldrum sínum til þess er faðir hennar dó, en síðar giftist hún séra Eggerl Ó. Briem. Þeim varð eigi barna auðið, en þau tóku að sér fátæk börn lil menningar, og sýndu þeim síðan mikla rækt og trygð. Frú Ragnhildur var um margt lík manni sínum; hispurslaus var hún og hreinskilin, hver sem í hlut átti og trygglynd þeim, sem hún feldi traust til, en lnín var vinavönd. Vin- um sínum reyndist hún jafnan hjálp- fús. Þjóðrækin var hún og fastheld- in við forna íslenzka siði, og fyrirleit alt nýtízku-tildur og tepruskap, og þólti það vera dauðamörk á islenzku þjóðlífi. Trúrækin var hún og unni mjög hinum gamla, þjóðlega kristin- dómi, sem átti upplök sín að rekja til hins andlega líís, sem vaknaði með siðabótinni hér sem annarsstað- ar, og allri endurvakningu trúar- lífs unni hún af alhuga og studdi með ráðum og dáð. Hún ánafnaði K. F. U. M. og K. F. U. K., trúboðs- félagi kvenna hér í Reykjavik og Bjarma 1300 kr. í fasteign, öllum til samans. Hún liafði og mikið yndi af að lesa um kristniboð meðal heið- ingja. Hún var flestirm glöggskygn- ari á allar sértrúarskoðanir og ný- tízku-kenningar i trúarefnum, og var sannfærð um að ísl. kyrkju myndi óheill ein af því standa. Á síðustu árum var það hennar mesla yndi að lesa í heilagri ritningu og tala um það við vini sína, sem lokist hafði upp fyrir henni við lest- urinn. Hún dó 10. marz 1910 eftir Ianga og þunga sjúkdómsþraut, og bar sjúkdóminn með kristilegu þreki. Sá, sem þetta ritar, -minnist hennar með söknuði og þakklátum liuga fyrir innilega samhygð á þungum reynslu- tima.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.