Bjarmi - 01.03.1912, Qupperneq 3
B J ARM1
35
Hvað er það, sem Iaðar?
Föstuhugleiðing.
Hvað er það, seni laðar og hefir
laðað kristna menn á öllum tímum
kristninnar til að koma saman á föst-
unni og heyra pislarsögu droltins vors
og frelsara Jesú Krists?
Er það daudi hans oss til friðþæg-
ingar við heilagan og réttlátan guð,
eða er það dœmi hans, eða það,
hvernig hann bar þjáningar sinar?
Hver sá, sem kannast við, að hann
er ófær til að hlýða lögmáli guðs af
eigin kröftum, sá sem ebkar Krist,
af því að hann helir elskað hann að
fyrra bragði — hann svarar hildaust:
Fórnardauði drollins míns er það,
sem laðar mig til að heyra píslar-
sögu hans, því að eg hefi sjálfur reynt
sannleika þessara orða hans: Svo
elskaði guð heiminn, að hann gaf í
dauðann sinn eingetinn son, til þess
að hver, sem á hann trúir, glatist
ekki, heldur hafi eilíft líf. Hann segir
fagnandi með postulanum: Hann
sem aldrei þekti synd, gjörði guð að
syndafórn vegna vor, til þess að vér
yrðurn hans vegna réttlættir fyrir guði.
En svo eru aðrir, sem hafa mist
hina sáluhjálplegu trú á fórnardauða
Krists; þeir segja, að dœmi Krists laði
og hafi ávalt laðað menn til að heyra
píslarsögu hans, því að dæmi lians
sé það, sem frelsar, með þeiin áhrif-
um, sem það hafi á þá, sem færi
sér það í nyt.
Þeim er alt af að fjölga meðal
þjóðar vorrar, sem halda fram þess-
um skilningi; en auðsælt ætti það að
vera, hverjum þeim, sem vill sjá það,
að sá skilningur fer beint í hága við
skýlaus orð Krists sjálfs og poslula
hans.
Dæmi Krists eitt fyrir sig frelsar
engan, því að enginn verður réttlát-
ur fyrir guði af verkum lögmálsins.
Lítum á dæmisögu frelsara vors
tijnda soninn.
Hver efast um það, að faðirinn í
þeirri dæmisögu hafi gefið sonum sín-
um golt dæmi. En hvernig fór með
eflirbreytnina? Hvorugur skildi kær-
leika föðursins, hvorugur þeirra elsk-
aði hann.
Yngri sonurinn undi ekki fjárfor-
ráðum föður síns, heimtar arfhlut
sinn og fer og ællar sér auðvitað að
fara fyrir fult og alt, og lifa eins og
hann sjálfan lysti.
Eldri sonurinn var kyr heima. »Eg
liefi aldrei breytt úl af boðum þín-
um«, mælti liann við föður sinn. En
skyldurækni hans var einskisverð, því
liún var bundin við þá von og kröfu,
að faðir hans gæfi honum alikátf við
og við, til þess hann gæti glalt sig
með vinum sínum. Hann var ver
farinn en bróðir hans, því að þegar
í nauðirnar rak, hvar.f liann þó heim
aftur i þeirri von, að hann myndi la
að vera daglaunamaður lijá föður
sínum, ef hann játaði syndir sínar
einlæglega. En viðtökurnar óverð-
skulduðu opnuðu augu hans; nú
skildi hann kærleika föður síns. Hver
efast svo um, að kærleikur föður
hans hafi orðið honum knýjandi
kraftur til hlýðni, til eflirbreytni upp
frá því?
En eldri bróðirinn var reiður og
vildi ekki ganga inn.
Sá, sem ekki kannast við, að Jesús
liafi dáið fyrir hann af kœrleika, til
þess að frelsa hann, hann elskar Krist
ekki, hann þelckir hann ekki; e/tir-
breytni hans er einskis virði í auguln
guðs.
Hafi Kristur aðeins verið maður,
spámaðurinn mikli frá Nazarel, eins
og sjálfir leiðtogar kyrkju vorrar
lialda nú fram opinberlega, þá hefir