Bjarmi - 01.03.1912, Qupperneq 4
36
BJARMI
hann aldrei risið upp; en ef Kristur
er ekki upprisinn, segir postulinn, þá
er trú vor ónýt; vér erum þá enn í
syndum vorum og þeir glataðir, sem
dánir eru i trúnni á Krist, því að
dýrkun vor er þá ekki annað en
gagnslaus manndýrkun, sem engan
frelsar.
Vér deilum hvorki né dæmum aðra
sjálfir, þó að vér höldum fram því,
sem ritað er, skýlausu sannleiksorði
guðs, af því að vér trúum því, og
vitum af eiginni regnslu, að það er
satt — eilífur sannleikur.
Svo komum vér þá til að heyra
söguna um fórnardauða frelsara vors,
mesta /agnaðarboðskctpinn í heimi og
láta síðan kærleika hans knýja oss
til að feta í fótspor hans. Guð gefi
oss öllum náð til þess.
Fegins-grátur
hins týnda sonar.
Eg geng heim og græt,
þú gjörir mér, droltinn minn, tárin
svo sæt;
af fagnandi hjarta eg fórna þér þeim,
því frelsarann ástkæra sendirðu’ í heim
að gjöra mig sælan og glaðan í von,
þinn glataða son.
Eg geng heim og græt,
ó, guð minn, alt líf mitt í té þér eg læl;
þú gafst mér það, faðir, eg gef þér
það nú,
ó, gjör þú mig styrkan í kærleika og
trú.
Ó, leið þú mig, hrösulan lærisvein
þú lausnari minnl þinn,
Þekkingin á guði.
Það er margt í bibííunni, sem er
Iangt fyrir ofan verksvið vísindanna,
til ransóknar. Þannig er því varið
um frásögurnar um tilveru guðs; þær
eru þess eðlis, að vísindin komast
þar eigi að. Mannsandinn hefir af-
mælt verksvið, takmarkaðan liæfileika
til ransóknar. Auðvitað þekkir eng-
in takmörkin, svo að sagt verði:
Hingað og ekki Iengra. Takmörkin
eru óglögg, en mannleg skammsýni
er almenn. Allir stranda einhvern-
staðar, og þeir sem lengst liafa kom-
ist, játa, að þeir hafi aldrei komist
lengra en í fordyr þekkingarinnar.
Einu sinni var Lúlher að prófa
unga og gamla í kristnum fræðum í
kyrkju einni á Saxlandi (1527) og
spurði hann þá bónda nokkurn,
hvernig ætti að skilja það, að guð
væri almáttugur. »Það veit eg ekki«,
mælti bóndi »Það er ekki von, vin-
ur minn«, sagði Lúther, »hvorki eg
né aðrir lærðir menn vita það í raun
og veru, hvað hið mikla almætti guðs
er, en trú þú að eins, að guð geti
hjálpað þér og konu þinni og börn-
um, þegar þið eruð bágslödd; þá ertu
sæll og þarft ekki að vita meira«. —
Svo er um þau atriði biblíunnar,
sem mestu varða. Guðfræðingarnir
sjálfir munu jafnvel játa það, að þeir
skilji þau ekki, þau verða að vera
trúaralriði. En því meiri reynslu og
líkum, sem þau slyðjast við, því auð-
veldara verður að sannfæra oss og
þvi ríkari og trúrri verður sannfær-
ing vor.
Sköpun heimsins og viðhald hans,
sannvizka vor og orð guðs í ritning-
unni ber volt um mikinn og góðan
höfund alt til samans. Alt er það
opinberun guðs. í öllu þessu birt-
ist guð oss.
1