Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.1912, Page 5

Bjarmi - 01.03.1912, Page 5
BJARMI 37 Hvers þörfnumst vér þá meira. Er ekki alt þetta fullnægjandi? Jú, fullnægjandi frá guðs liálfu. Guð heflr ekki látið sjálfan sig án vitnisburðar. En vér hagnýlum oss þetta ekki svo sem vera ætti. Vér lesum ekki þennan vitnisburð. Eg læst vera námfús og bið þig um bók. Þú lánar mér beztu bókina þína góðfúslega. Eg tek við henni, opna hana, legg liana aftur, opna hana ef til vill að nýju og legg hana svo írá mér og er jafnnær eftir sem áður. Sama máli er oftast að gegna, ef vér viljum fræðast um guð. Bækur hans standa öllum opnar. Vér litum í þær, lesum fáein orð hugsunarlaust, og segjum: Á þessu er ekki neitt að græða, eg skil þella ekki, eg liefi ekkert með þessar bæk- ur að gera. Svo erum vér engu fróð- ari eftir en áður. Vinur minn! Má eg biðja þig einnar bónar, áður en við skiljum? Jafnskjótt og þú kemur lieim, þá ætla eg að biðja þig að gá að biblí- unni þinni, hvort hún sé ekki orðin rotin af hirðuleysi þínu um hana. Og þó að þú eigir enga biblíu sjálf- ur, þá er hún þó líklega til á heim- ilinu þínu. Bið þú þá þann, sem á liana, að ljá þér hana. Og sé hún orðin skemd, þá bið eg þig að forða lienni frá frekari skemdum. Það er trúarbókin okkar, bókin, sem vér verðum að lesa, ef vér viljum fá þekkingu á guði og þeim, sem hann sendi, drotni vorum og frelsara Jesú Kristi. Þú varðveitir hana bezl með því að lesa hana iðulega, með alhygli, þá vona eg að hún skemmist aldrei. Geymdu vel biblíuna þína, geymdu liana í hjarta þínu. Pav skemmist hún aldx-ei. En ef þú býst ekki við, að þú getir orðið við bæn minni, þá vil eg að endingu reyna að vekja alhygli þína. Hugsaðu þér, að guð sendi engil sinn til þín í dag, til að ransaka trúai'ástand þilt. Þú getur þá, ef til vill, bent honum á biblíuna þína og sagt: Þetla er trúarbókin fflín, eg keypti hana og á hana sjálfur. Gelurðu búist við, að lionum þætti þelta svar fullnægjandi? Þá spyr hann þig, hvort þú eigir dygðina, sem af henni megi læx-a, hvort þú hafir fundið andann í henni, hvort þú elskir guð og náunga þinn, hvort þú trúir hinum guðlegu sann- indum hennar. í stultu máli: Hvort bókin hafi dregið þig nær liimninum, nær guði. Nei, hún hafði ekki gert það, sem ekki var von, því þú hafðir aldrei lesið hana. Þú finnur sárt til þess, að þig vantar þá hrósun, sem gildir fyrir guði, því að hann lítur á hjartalagið, hvort þú liefir lunderni Krists. Segðu því, vinur minn: »Héðan i frá skal eg lesa biblíuna mína«. Ste/án Hannesson kennari. Þessi grein er niðurlag af fyrirlestri, sem höf.flutti fyrii- böi’num og foreldr- um vetui-inn 1910—1911. Hann hefir fiutt fleiri fyrirlestraandlegs efnisogþeir verið allvel sóttir, og mun flytja fleiri, þvi að þess hefir verið óskað. — í hréfi, sem höf ritar með íyrir- lestrinum, segir hann að niðurlagi: »Margan reitinn er þörf að yrkja, en engan eins lífsnauðsynlegt og akur trúarlifsins hér á landi, því að öðr- um kosti leggjast allar vorar fram- farir í eyði«. —

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.