Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.11.1912, Side 1

Bjarmi - 15.11.1912, Side 1
BJARMI E KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = VI. árg. Ileykjavík, 15. nóv. 1912. 22. thl. »Það er guðs vcrk, að pér Irúið á pann, sem hann sendi.a Jóh. 6, 29. Trúin ein freisar, Páll postuli kennir skýláust, að það sé trúin ein, sem réttlætir oss synd- uga menn fyrir heilögum guði. Aldrei liefir neinn getað fundið annan veg til sáluhjálpar, þó leitað hafi verið öld eftir öld. En nú kann einhver að spyrja: Ef svo er, að trúin ein réttlætir manninn, hví minnist Kristur þá svo lítið á trú í fjallræðunni? Ástæðan til þess, að hann gjörir það, er sú, að maðurinn verður að fullnægja tilteknum skilyrðum, sem frelsari vor setur. Trúin er náðargjöf guðs. Það nægir ekki, að maðurinn trúi því einu, sem hann getur séð og þreifað á. Ef þú átt vin, og sá vinur trúir þér að eins þegar þú segir lionum eitthvað, sem daglega hendir alla menn, þá muntu fyr eða síðar kom- ast að þeirri niðurstöðu, að sá liinn sami sé ekki sannur vinur þinn. Til þess að vér getum öðlasl sannfær- ingu um himneska hluti, þá hlutij sem vor »skammsýn eigi skilur önd«, þá þurfum vér að hlýða hoðum frels- arans eftir megni. Ef vér gætum að öllu breytt, eins og liann kendi, þá væri það bezt af öllu. Þau boðorð hans, sem mestu varða, er oss um fram alt skylt að geyma í hjarta voru. Þó er það eigi svo að skilja, að vér eigum skilið hið minsta af guði fyrir það, þó að vér breýtum eftir hoðum hans. En ef vér rækjum boð frelsarans, þá fylgja óverðskulduð náðarlaun hverju hoðorði, þegar í þessu lííi. Iðrunin, það boðorðið, sem orð guðs telur mestu varða, hefir sína huggun í för með sér (Matt. 5, 4). Hrein- hjartaðir fá ljósa þekkingu á guði í sálu sína. Eins er því varið um liina hógværu; sá, sem er lílillátur, líkist sáðkorninu, sem hverfur í mold- ina, en verður síðan fögur ])lanla. Líka er oss skylt að elska óvini vora. Af sálmum Davíðs sjáum vér Ijós- lega, að guð leiðir sérhvern þann, sem elskar vandlætingu, í grænt hag- lendi sálar-róseminnar. Hverju hoð- orði guðs fylgja náðarlaun lians, ef þau eru rækt í réttum anda. Nú eru nærfelt 1900 ár síðan frels- ari vor fiutti þessa kenningu sína á fjallinu. Það hefir enginn komið fram enn og vitnað: Eg liefi breytt eftir kenningum frelsarans, en fundið að þær voru lítilvægar; hann hefir dregið mig á tálar. Eg breylti eins og hann sagði mér að breyta, en launin hefi eg aldrei fengið. Það eru ekki nema sárfáir rnenn, sem hafa dirfst að kenna eins og frelsarinn kendi, að láta heityrði um ákveðin laun fylgja liverri hfsreglu, sem þeir hafa kent. En hafi þær lífs- reglur eigi verið teknar af orði guðs, þá hafa þær dregið alla á tálar, meira og minna; launin hafa ekki fylgt þeim,

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.