Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.11.1912, Side 5

Bjarmi - 15.11.1912, Side 5
B J A li M I 173 Ljúflyndi. »Ljúflyndi er lífsins yndi« — leik eg á mina strengi, — rós, sem ilmar, blóm, sem brosir bæði milt og lengi. Ljúflyndi er Hfsins yndi — lætur birta og hlýna; næðingarnir ytri og innri ósjálfrátt þá dvína. Ljúflyndi er lífsins yndi — laðar þreytta’ á fætur, hjálpar snauðum, hressir sjúkan, huggar þann, sem grætur. Ljúflyndi er lífsins yndi — ljúfast vor i blóma; ástargeislar eilifs föður af því jafnan Ijóma. Ljúflyndi, lífsins yndi, Iausnarans vors kæra, góður andi guðs oss kenni; gotl er það að læra. — Bækur sendar Bjarma. 7ón Trausti: Sögur frá Skaftáreldi. I. Kostn- aðarmaður: Sigurður Krist- jánsson. Rvík 1912. Flestir munu hafa heyrt Skaftáreldsins getið, seni korn upp 1783. Aldrei hafa nteiri hörnningar dunið yfir þetta land en þá frá náttúrunnar hálfu. Höf. hefir nú færst í fang að segja frá þessum stórkostlega og minnisstæða við- burði, og gengur þessi fyrri hluti undir nafninu: Holt og Skdt. Hér er hvorki rúm né staður til að rekja ganginn í þessum sagnabálki höf, eða leggja nokkurn verulegan dóm á, hvernig honum hafi tekist að leysa þessa sagnasmíð af hendi. Eitt er víst, að þar kennir margra grasa, því sögurnar eru jafnframt látnar vera eins- konar lýsing á aldarfarinu, eins og það var þá. En það er ávalt meiri vandi en veg- semd að draga upp skýra og sanna mynd af lifi liðinna alda; til þess þarf nokkuð meira en tómt ímyndunaraflið; þá þarf oft svo langt að leita og djúpt að grafa eftir sannsögulegu efni. Höf. lýsir trú og hjátrú aldarinnar, ættarmetnaði og ástafari, bú- skap og hýbýlaháttum, klæðaburði og at- vinnubrögðum og mörgu fleiru. Um alt þetta hefir höf. að mestu leyti orðið að byggja á eigin rannsókn, því að enginn hefir ritað sögu 18. aldarinnar hér á landi, svo til nokkurrar hlítar sé. Meðan svo standa sakir, má t. d. lengi þrætast á urn það, hvort iýsingar höf. á hjátrúnni séu réttar, þegar litið er til tímans, er sögurnar gerast. Vér látum það liggja milli hluta. Viðleitni höf. er allrar virðingar verð. Það, sem oss þykir mestu rnáli skifta, er alt það, sem höf. segir frá Jóni prófasti Steingrímssyni. Hann ber af öllum öðrum persónum sögunnar eins og gull af eiri. Hámarkinu nær lýsingin á þeirn ágætis- manni í þáttunum: „Lokið kyrkjunni" og „Eldmessan", og eru þeir eins og Ijós- kjarni sögunnar, sem alt hitt er ofið utan um. — Frásögn höf. er í fæstum orðum á þessa leið: Kyrkjan á Klaustrinu troðfyltist af fólki úr öllum áttum 5. sd. e. tr., sem þá bar upp á 20. júlí. Hraunstraumurinn, logandi og þjótandi, stefndi beint á Klaustrið. Það var djarf- legt tiltæki að fylla kyrkjuna af fólki þarna, rétt fyrir framan gínandi hraunið á hraðri framrás. Það gat verið komið fyrir dyr kyrkjunnar, áður en nokknr vissi af, svo að engum yrði útkomu auðið. — En er kyrkjan var alskipuð, kom próf. inn, og var einhver hátignarleg rósemi í svip hans, sem menn báru ósjálfrátt lotn- ingu fyrir. Hann stjakaði sér hægt og hægt 1 gegnum mannþröngina innar eftir gólfinu og sneri sér þar við og mælti hálfhátt og alvarlega: „I.okið kyrkjunni! Það fer um okkur sem guð vill!" Og svo mikið vald hafði próf. vfir ölluin söfnuðin- um, að enginn mælti móti, þó að sumum að sjálfsögðu fyndist bráður dauðinn vera fyrir dyrum. Og svo kom hin mikla, fágæta stundin — ein af þeim stundum, þegar himininn stígur niður á jörðina, þegar trúin gnæfir

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.