Bjarmi - 07.01.1915, Side 6
4
Ö JARM í
oss öllum, sem unnum ófölsuðum
kristindómi, kraft kærleikans til á-
vaxtasamrar starfsemi í víngarði hans.
Guð gefi þeirri bæn vorri sigur!
Fjárhirðar á Gyðingalandi.
í jólaguðspjallinu er þess getið, að
fjárhirðar liafi fyrstir manna fengið
boðskapinn um fæðingu frelsarans á
fyrstu jólanóttunni.
Það átti vel við, að fjárhirðar
fengju fyrst þennan boðskap, því að
nú var hann fæddur, sem vera skyldi
góði hirðirinn, einkahirðirinn, sem
spámennirnir liöfðu boðað (Jes. 40,
11 og Esek. 32, 23).
í heilagri ritningu eru svo víða
tekin dæmi af fjárhirðum og háttum
þeirra, til að sýna miskunsemi Drott-
ins við oss seka og bágsladda synd-
ara.
Nú eru hörmungatímar með krisln-
nm þjóðum, og enginn gelur séð
fyrir, hvernig og hve nær þeim muni
linna. Það er því eðlilegast, að hirð-
ishugsunin verði ríkusl í sálum krisl-
inna manna á jólunum, sein nú fara
í hönd. Hirðirinn góði ætli nú að vera
kærkominn gestur á hverju kristnu
lieimili, fremur en nokkru sinni áður.
Til eru nokkur bréf, sem maður
nokkur (H. A. Harper) lieíir ritað til
barna sinna úr landinu helga; hafði
hann dvalið þar langvistum til að
kynna sér fólkið og landsháttu og
gera myndir af því, sem helzt mætti
verða lil skýringar ýmsum líkingum
og dæmisögum í heilagri ritningu.
í bréfunum víkur hann aftur og
aftur að fjárhirðunum og segir frá
því, sem liann varð sjónar og heyrn-
arvottur að af lifnaðarháttum þeirra,
til skýringar nokkrum ritningarslöð-
um.
Þar sem hirðishugsunin er ríkasta
hugsunin, gælu kaílar úr þeim bréf-
um hans ef til vill átt vel við. Hér
koma því á eftir nokkrir þeirra í
lauslegri þýðingu, með fyrirsögnum
bréfritarans.
a. Sprotinn og stafiirlmi.
Eg ferðaðist víða um landið og
bjó í tjaldi, sem eg átti, og fékk með
þeim hætli bezta tækifæri lil að kynna
mér lifnaðarháttu þjóðarinnar.
Bezt féll mér við fjárhirðana; þeir
tóku mér llestir vel og sumir þeirra
urðu kærustu vinir mínir. Þeir láta
sér ákallega umhugað um hjarðir
sínar. Þeir ganga alt af á undan
þeim og þurfa aldrei á hundum að
halda, enda eru hundar þar í mestu
fyrirlitningu, eins og annarsslaðar
í Austurlöndum.
Landið er einn fjallaklasi. Fjöllin
eru gróðurlaus með köflum. Fjárhirð-
arnir verða því að leita uppi haga
handa hjörðum sínum, og víða eru
þar vatnsleysur, svo að þeir verða
líka að leita uppi vatnslindir og
brunna, lil þess að brynna fénaðinum.
Hver fjárhirðir hefir langan staf í
hendi og sproti hangir við belti hans.
Stafinn heíir hann lil að slyðja sig
við eða til að reka féð, ef þörf kref-
ur eða til að kasla á það tölu. —
Ef hjörðinni er einhver liætta búin,
villidýr ráðast á hana eða ræningjar,
þá grípur hirðirinn til sprotans, og
liann er hið bezta vopn, ef sá er
handsterkur, sem beitir lionum. Þeg-
ar líður að kveldi og fer að skyggja,
þá tekur hann því nær all af sprot-
ann sér í hönd, til þess að vera hú-
inn til varnar, ef eitthvað kynni i að
skerast.
Þar sem stafurinn er hafður til
stuðnings og sprolinn til varnar, þá
eru auðskilin orð Davíðs í Ilirðis-
sálminum: