Bjarmi

Volume

Bjarmi - 07.01.1915, Page 14

Bjarmi - 07.01.1915, Page 14
12 BJARMI um, með því að bera þau snemma til Krists. — Síðast er inndæl sag»: Iiélta leiðin, heitir hún, er gerist suður í Alpafjöllum, eftir Ingiborg Maria, nafnkenda danska skáld- konu. Þar er sagt frá stúlku, Lizel að nafni, sem fór upp í fjöll til að tína Alpa- rósir og önnur skrnutblóm til að skreyta Kristsmynd eina hjá alfaravegi, eins og títt er í kaþólskum löndum. En hún guf veikri stúlku öll blómin, og þá skildi Lizel, að hún hafði gefið frelsaranum blómin einmitt á þann hátt, sem hann vildi að hún gæfi þau. Þá kemur þýtt kvæði eftir Runeborg: Hermannssonurinn. Kaupið bókina og lesið. Hún kostar 50 aura. Jólabók K. F. U. K. i Danmörku sendi Ingibjörg Olafsson Bjarma, einkar skemi- lega að ytra og innra frágangi. Sjáif hefir Ingibjörg ritað í hana æfisögu séra Hall- gríms Péturssonar og fylgir mynd skáldsins með. Æfisagan er einkar vel rituð og inn í hana fléttuð nokkur vers úr sálmum séra Hallgríms, í danskri þýðingu eftir þá C- J. Brandt og C. Rosenberg, og þar á meðal 5 vers úr sálminum: „Alt eins og blómstrið eina". Ingibjörg hefir líka ritað um líf og starf þeirra biskupanna Guðbrandar og Jóns Vídalíns handa útlendum blöðum. Sýnir hún 1 þessu eins og fieiru ræktar- semi sína við land sitt og þjóð. Yerkefnið misheppnast. Sænskum málara var falið, að búa til háðmynd af trúuðum mönnum, saman- komnum til bænagjörðar. I þeim tilgangi að framkvæma þetta,fór hann inn ( sal einn, þar sem fólk var komið saman til bæna- gjörða. Hann settist þar og tók að virða fyrir sér andlit manna. Friður sá og gleði, sem skein út úr andlitunum vöktu hina mestu undrun 1 brjósti hans, en jafnframt þó óró, því að hann tók ósjálfrátt að bera sjálfan sig saman við þetta fólk. Samvizkan fór að minna hann á syndir hans, og hon- um varð það ljóst, að þetta fólk hafði eign- ast eitthvað, sem hann sjálfur átti ekki til, en þurfti þó endilega að eignast. Hann hætti alveg við að teikna háð- myndina. En gleðin og friðurinn, sem hann sá í andliti fólksins, varð þess valdandi, að hann fór sjálfur að leita, og hann fann og eignaðist þann frið og fögnuð, sem Jesús Kristur einn getur gefið sálum mannanna. (I. M. T. Nr. io). Ur ýmsum áttum. Heima. Jarðarför Halldórs Jónssonar fór fram 4. þ. m. að viðstöddu miklu fjölmenni. Sr. Jóh. Þorkelsson flutti húskveðju, en sr. Ólafur Magnússon frá Arnarbæli flutti ræðu f dómkirkjunni. Verður ræða sú minnis- stæð öllum sem heyrðu; því að ræðumaður sagði hispurslaust skoðun sína, og að minni hyRgju sannleikann, um hinn látna og reynzlu hans. Ræðutextinn var I. Kor. 4. 3—5. — Má nærri geta að þeim, sem ó- hlífnastir hafa verið í dómum sínum um H. J. er heilsa hans bilaði, hafi þótt nóg um textann, hvað þá ræðuna. — Flestir munu þó hafa verið sammála um að ræð- an væri góð og ætti erindi til fólksins. — Einhver varpaði því fram á eftir, að það ætti að fá síra Ólaf Magnússon til háskól- ans til að kenna prestsefnunum að halda líkræður. — Og annar sagði, að ef prestar héldu alment svo berorðar og sannorðar líkræður, yrðu gömul orðin: „líkræðuskjall“ og „líkræðulygi" ekki lengi að hverfa úr nútíðarmáli. Barnakennari á Austfjörðum skrifar: „Aldrei get eg nógsamlega þakkað Guði fyrir að hann gaf mér náð til að sjá, að útlistun n. guðfr. er ekki rétt, ekki fullnægj- andi fyrir syndsjúkar og náðþyrstar sálir mannanna, að hinn gamli skilningur post- ulanna á persónu frelsarans og þýðingu hans fyrir mennina er hinn eini rétti. Ó, að sem flestir fengju að sjá þetta, og fyndu svo hina gömlu götu, sem ein liggur heim, þegar mennirnir eru orðnir þreyttir á að reyna að finna upp annað fagnaðarerindi, en sem þeim vitanlega aldrei tekst. — Sá veit best sem reynir, og sá einn þekkir þær sælutilfinningar, sem því eru samfara að hafa verið að villast í þokunni á ókunn- ugum og villugjörnum stígum, en komast svo á rétta leið aftur þótt hún sé gömul og margir hafi farið hann". Breiðablik sr. Fr. Bergmans hafa ekki sést hér um slóðir síðan snemma f sumar

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.