Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.08.1915, Side 3

Bjarmi - 01.08.1915, Side 3
BJARMI 115 brimöldur hafsins.sem velta að strönd- um lands vors, bera vott um storm- inn, sem úli fyrir geisar, eins leita afleiðingar hins yfirstandandi lieims- ófriðar á oss í óheilbrigðu og óhag- stæðu viðskiftalífi. Fyrir því má segja, að nú kaili að oss tvöföld skylda að vaka og vinna sem bezt að hinni sameiginlegu heill lands og þjóðar. Látum oss því alla leitast við eftir mætti að rækja þá skyldu vora. Eyðum hvorki tíma né kröftum í einkisvert þras og hégómlegar þrátt- anir. Leitumst við að láta bæði í orð- um og athöfnum Ieiðast af þeirri frum- reglu, »að gera alt, hvað helzt sem vér vinnum, af einlægu geði, eins og það sé fyrir Drottin«, og segjum svo hver um sig biðjandi með skáldinu: Blessa þú, Drottinn, lýð og láð, svo ljósgeislum verði hver mannssál stráð. Still ólguna í ófriðarbárum! því landið mitt liggur í sárum. Amen! Kærleikur Krists er fullkominn. Einu sinni lá guðrækinn prestur hættulega veikur. Vinir lians komu margir að sótlarsæng hans og báðu Drottinn að gera hann aftur heilan heilsu. í bænum sínum mintust þeir meðal annars á trúlyndi prestsins og áliuga hans á því að gæta lamba safnaðarins og höfðu þetta að orð- tæki: »Drottinn, þú veist, hversu hann hefir elskað þig«. Sjúklingurinn heyrði þessi bænarorð og mælti: »Ó, vinir, hiðjið ekki svona! t'egar þær María og Marta sendu á fund Jesú sögðu þær ekki: »Drottinn, sá sem elskar þig, er veik- ur«, heldur lélu þær segja: Sá, sem þú elskar, er veikur«. Það er ekki minn ó/ullkomni kærleikur til Jesú, sem er huggun mín, heldur liinn full- komni kærleikur hans til mín. »Ótti er ekki í elskunni, heldur rekur hin fuljkómna elska óttann út«, en það er ekki elska mín til Krists, sem rekur út óttann, því að hún er ófull- komin, heldur ást hans á mér, því liún er fullkomin. Þrenns konar þjónar. Guð á sér þrenns konar þjóna hér í heimi: Fyrstur er þrœllinn, sem hlýðir af ótta fyrir liegningu, þar næst þjónn- inn, sem þjónar honum eingöngu launanna vegna, og loks barnið, sem hlýðir af kærleika. Hvers konar þjónn ert þú? Ertu þræll, þjónn eða barn? Drottinn, kendu oss að bið]a! Jesús mat bœnina meira en að kenna og lœkua (Lúk. 5, 15. 16), og hann mat hana meira en hvild (Mark. 1, 35), og meira en svefn (Lúk. 6, 12). Starf sitt hér í heimi byrjaði hann og endaði með bæn (Lúk. 3, 21; Lúk. 23, 34). Bæn hans virðist að vera mikilvægari en öll önnur þjónusta hans (Hebr. 7, 25), og loks taldi hann postulunum það meira á- ríðandi að kunna að biðja en að kunna að prédika. Þess vegna kendi hann þeim að biðja (Matt. 6, 5—15), en hvergi er þess getið, að hann liafi kent þeim að prédika. Viljirðu irúa, þá gerðu Guðs vilja;4 Viljirðu elska, þá leitaðu mikillar fyrirgefningar.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.