Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.11.1915, Page 1

Bjarmi - 15.11.1915, Page 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ IX. árg. Reykjavík, 15. nóv. 1915. 22. tbl. »Pér munuð sjá himininn opinn og engla Guðs sliga upp og stíga niður yftr manns-soninn. Jóh. 1, 52. „Sjá, Guðs lambið“. (Ræða haldin í dómkírkjunni 19. s.d. e. trinití af síra Bjarna Jónssyni). »Hann horfði á Jesúm, þar sem hann var á gangi, og segir: Sjá, Guðs lamhið! Og lærisveinarnir tveir heyrðu hann tala þetta, og fóru á eftir Jesú«. (Jóli. 1. 35—52). Nú erum við orðin svo vön að heyra þessi orð. En því betur sem við lesum þau, þess smærri verðum við og þess hærri verður Jóhannes skírari. Hann hafðist við úti í óbygðunum og prjedikaði og fólkið streymdi lil hans. Hann þuríti ekki að fara inn til Jerúsalem til þess að fá fólk á samkomur, það þyrplist lil hans úti í óbygðinni. Það þoldi að heyra sannleikann. Nú mjmdu margir reið- ast, ef þeir hlustuðu á slíkar aftur- hvarfsprédikanir og harðar ræður, og eg held, að menn myndu ekki ganga margar mílur út fyrir bæinn til þess að hlusta á slíkar áminning- ar. — En Jóhannes sá mikinn árang- ur. Hann sá ekki einungis hlustandi mannfjölda, hann mætti spyrjandi mönnum: »Hvað eigum vjer þá að gjöra!« En nú er sannleikurinn sá, að fólkinu, sem hlustaði á Jóhannes, fækkaði. Hann varð meir og meir einmana. Annar var kominn og hann prédikaði einnig: »Gjörið iðrun, þvi að himnaríki er nálægl«. Og Iæri- sveinarnir komu til Jóhannesar og sögðu við hann: »Rabbí, sá sem var með þér hinumegin Jórdanar, hann sem þú vitnaðir um, sjá, hann skírir, og allir koma til hans«. — En nú kemur það i ljós, að í Jóhannesi býr liið himneska afl. Hann segir: »Sá sem á brúðina liann er brúðguminn«. »Sá sem að ofan kemur er yfir öll- um«. Hann sá tign Jesú Krists. Hann sá hann koma og ganga eftir Jór- danarbökkum og hann benti þeim, sem lengst voru koninir og vaknað höfðu til æðra lífs: »Sjá, Guðs lamhið!« Hann sagði ekki: »Sjá þarna kemur keppinauturinn«. En nú benti hann beztu vinum sínum til Jesú. »Er þetta ekki eðlilegt?« segir þú. En hefir þú hugsað um, að þá var Jesús í lægingarstöðu, timbursmiðurinn frá Nazaret, og hann var ekki dýrlegur orðinn og ekki tignaður af kynslóðum kynslóða? Auk þess voru þeir jafnaldrar og það gat hugsast, að holdi og blóði hefði veitst erfitt að beygja sig. En nú sjest hið fagra. Jóhannes afhendir Jesú vini sína. Eg er aðeins rödd. Eg er aðeins þjónn. Nú hefir rödd mín hljómað og þjónsstarfi mínu er lokið. Nú getur þjónninn horfið, því að nú er konungurinn kominn: »Sjá Guðs lambið, er ber synd heimsins«. Svo hátt var Jóhannes kominn. En hann benti ekki vinum sínum út í óvissuna. Hann þekti þann sem hann, talaði um. Hann vissi hvað hann gerði, er hann benti hinum ungu mönnuin. Hann hafði sjálfur mætt Jesú og heyrt

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.