Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.11.1915, Síða 4

Bjarmi - 15.11.1915, Síða 4
172 BJARMI segir við þá, sem koma á hans fund: »Sannlega, sannlega segi eg yður: Þér munuð sjá himininn opinn og engla Guðs stíga upp og stíga niður yfir manns-soninn«. Hver tekur betur á móti vinum sínum? Þannig er að vera með Jesú. Þannig býður liann vini sína velkomna. Við þeim hlasa hin gullnu Paradísarhlið og þeim er boðin englavernd. — Svo vel er mér við æskulýðinn, að eg vil, að sonur þinn og dóttir séu í þessum hóp. Svo vel er mér við þig, að eg vil, að þú sjáir hina fegurstu sýn. Þess vegna segi eg við þig: »Sjá, Guðs lambiðw. — Þú þarft að sjá þessa sýn, því að þú liorfir á svo margar daprar sýnir. Þú situr stundum undir fikjutrénu og horfir upp í skýjaðan himinn, situr við lokaðar dyr. Hið ytra og hið innra mæðir hjarta þitt. En sjá Guðs lambið, þá opnast himininn og englar eru á ferð. Og betra er að þjást undir opnum himni, þar sem englar eru á ferð en að berjast einn hjá lokuðum dyrum, þar sem engir englar sjást. Enginn hefir aðra eins fegurð og dýrð að bjóða eins og Jesús: »Sannlega, segi eg yður: Þér munuð sjá himininn opinn«. Þannig er kristindómurinn. Slíkt stendur mönnum til boða, en margir hlaupa eftir tælandi röddum og ætla að ná í gull og græna skóga. En hún kom, hin sára blekking, og himininn varð skýjaður En hefir nokkurn iðrað þess að hann var með Kristi? Nei. Við Natanael var sagt: »Þú skalt sjá það, sem þessu er meira«. — Ekki blekk- ing, ekki vonbrigði, heldur hin feg- ursta dýrðarsjón, opinn liiminn og lofsyngjandi englar kringum manns- ins son. — Er nokkuð sjálfsagðara en að eg segi: »Sjá, Guðs lambið?« En er nokkuð sjálfsagðara en að þú berir þessi skilaboð til annara? Það væri í samræmi við hið yndislega guðspjall; eg vil að endingu benda þér á Andrés og Filippus, og á bak við línurnar er Jóhannes, sem hefir sótt Jakob, en fyrst fann Andrés bróður sinn Símon og segir við hann: »Við höfum fundið Messías« — og hann fór með hann til Jesi'i. Og Filppus finnur Natanael og þegar Natanael spyr: »Getur nokkuð gott komið frá Nazarel?« Þá heldur Filip- pus ágæta prédikun: »Kom þú og sjá«. Er Andrés hér inni eða Filippus? Það er starf handa þér. Getur þú kosið þér betri eftirmæli en að um þig verði sagt: »Hann fór með mig lil Jesú«? Gelur þú gefið mönnum belri bendingu og belra ráð en þetta: »Kom þú og sjá?« — Langar þig ekki til að bera kveðju frá himnin- um? Þekkir þú ekki einhvern, sem þarfnast slíkrar kveðju? — Þá hefi eg fylgt guðspjalli dagsins og bent þér á þá, sem þar eru nefndir og því meir sem eg hugsa um guð- spjallið og hinar björtu sólskins- myndir þaðan, þess ríkari verður gleði mín og eg fylgi minni brennandi hjartans þrá, er eg segi við þig: »Sjá, Guðs lambið«. Amen. Kverlærdómurinn. Margt er sagt uni kverlærdóniinn nú á síðustu tfmum og er svo að sjá sem margir af leiðtogum kristindóms og ment- unar hér á landi séu sammála um að stuðla til pess að kverið sé lagt á hilluna og eigi hreyft þaðan framar. Og mér skilst svo að þeir álíti kverlærdóminn eigi aðeins gagnslausan lieldur einnig skaðlegan og það eigi einungis fyrir kristindóminn, heldur einnig fyrir aðrar fræðigreinar sem börnum eru kendar,

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.