Bjarmi - 07.03.1916, Page 1
BJARMI
KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ
X. árg.
Reykjavík, 7. inarz 1916.
4. tbl.
Pú skall ekki hafa aðra Guði en mig. 2. Mós. 20,3.
Aðdráttarafl hjátrúarinnar.
»Mikið er aðdrátlarall hjátrúar-
innar« varð einum mikilsvirtum
borgara að orði eitt sinn, er hon-
um varð gengið fram hjá einu sam-
komuhúsinu hér í Reykjavík.
Draumamaður mikill, sem dreym-
ir jafnt i vöku sem sveíni, hafði
boðið fólki að hlj'ða á drauma sína
spaklega, og nú var það að drífa
að úr öllum áttum, eins og sárþyrst
hjörð að valnsbóli.
Og það er hverju orði sannara, að
þarna var auðsælt aðdráttaraíl hjá-
trúarinnar, því að það er alkunnugt,
að draumspekin hefir lengi verið talin
éinhver merkilegasti þáltur mann-
légrar speki.
Leyndardómahnýsnin er rík í eðli
manna. Og af því að þeir vita, að
þeir eru mörgu leyndir, þá beita
þeir draumspekinni til að fá það
að vita um forlög sín eða annara
og aðra óorðna hluti, sem Guð vill
láta leynt vera, og spyrja svo ekk-
ert um vilja hans í því efni.
Þetta er hjátrú. Þetta er að ætla
sér að draga meira en Drottinn vill
gefa.
Trúaður maður veit, að Guð get-
ur birt honum vilja sinn í draumi,
eins og á annan hátt, en hann fel-
ur það ávalt vísdómi Guðs og vilja
á vald, lwað hann fær að vita og
hvernig hann fær að vita það. Og
eilt veit hann, að komi vísbending-
in frá Guði, þá er hún spyrjandan-
um ávalt ótvíræð, á hvern hátt sem
hún kemur. Hér er ekki um neina
hjátrú að ræða, því að hann lætur
Guð öllu ráða. Hann vill ekkert
vila, sem Guð vill ekki birta hon-
um, því hann veit, að Guð sér, hvað
honum henlar bezt í því efni.
Sú trú, að menn geti vitað fyrir
forlög sín af eigin ramleik með
draumaráðningum, er ramheiðin og
ein grein af trúnni á mátt og megin.
Þá er andatrúin svo nefnda á
öðru leitinu hér í bænum. En það
er sú trú, að menn geti náð með
visindalegum brögðum tökum á
öndum framliðinna manna, og spurt
þá spjörunum úr um alt það, sem
vantrúa og efasjúkum mönnum get-
ur í hug komið, og snertir bæði
þelta lif og annað.
Þessi trú var hér í miklu gengi
fyrir nokkrum árum, bæði í myrkva-
stofum sinum og á prédikunarstól.
En nú hefir lnin legið niðri um
hríð, eins og sagt er um útsynning-
inn, af þvi að gömlu miðlarnir duttu
úr sögunni.
Nú kváðu vera komnir nýjir miðl-
ar til sögunnar, og svo magnaðir,
að úr þeim sindri eldglæringar í
myrkrinu. En galdrameistarinn sjálf-
ur, sem fleslar kann vélarnar til
þessara hluta, kvað segja, að ekki
séu miðlarnir fullmagnaðir, fyr en
þeir verði hvítglóandi! Þá sé fyrst