Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.03.1916, Blaðsíða 8

Bjarmi - 07.03.1916, Blaðsíða 8
32 BJARMI ingimi og fór svo með hann lil úr- smiðs og keypli þar handa honnm Ijómandi fallegt úr. »Sá, sem heiðrar foreldrar sína, er verður gullsins«, sagði hershöfðinginn um leið og hann fekk hinum unga manni úrið. Guð elskar oss ávalt. »Mamma, Guð elskar okkur altaf, er það ekki«? »Jú, harnið inilt, alt af«. »En einhver var að segja, að Guð elskaði oss ekki, nema þegar við vær- um þæg«. »Hvað virðist þér«? »Mamma, eg hugsa mér, að Guð fari líkt að og þú. Þú elskar okkur all af, en þú ert hrygg, þegar við erum óþekk, en glöð þegar við erum þæg«. Ekkert mist. Einu sinni var faðir spurður, hvort liann hefði mist nokkur af hörnum sinum. »Nei«, svaraði hann, »eg á tvö hörn á himni, en eg heíi ekki inist þau«. Á kristnu heimili er dáið barn að- eins horfið að sj'nilegum návistum, en um eilífan skilnað er ekki að ræða. (Malt. 18,14). Úr ýmsum áttum, Heima. Fyrir skömmu var síra Sigurður Sig- urðsson kosinn prestur að Ásum í Skaft- ártungu og Jón Guðnason kand. theol. að Staðarhóli í Dalasýslu, báðir með þorra atkvæða. Til jólakveðjusjóðs hafa sent síðan seinast var talið: Síra Jón á Djúpavogi 5 kr. 41 eyri, síra Páll á Svalbarði 5 kr., I skólabörn á ísafirði 22 kr. 50 a., skóla- börn í Hnifsdal 5 kr., skólabörn i Suður- látsbarnaskóla 5 kr., sira Sigurður í Fiat- ey 5 kr., síra Björn á Dvergasteini 20 kr. Erlendis. Á Vesturheimseyjum Dana hafa verið að undanförnu óvenjulega snarpar deilur um bindindismálið. Bindindismála- nefnd sú, sem setið hefir alllengi á rök- stólum i Danmörku, heimtaði skýrslur þaðan og gerði sig líklega til að leggja til að einhverjar hömlur væri lagðar á áfeng- isverzlunina þar vestra. Enda ber flestum saman um að drykkjuskapur og dælur hans: lauslæti og Ieti, varni þar öllum þjóðþrifum. En landsstjórn ej'janna eða »Kolóníuráðið« var ekki á því máli, og taldi allar bindindisráðslafanir mesta óþarfa, það væru »ekki nema« 30000 gall- ónur áfengis bruggaöar þar árlega handa evjarskeggjum, og væri sízt of mikið, þótt þannig kæmu um 11 lítrar áfengis á hvern mann. Danskur prcstur, Faber að nafni, á St. Croix, tók þá að andmæla því harð- lega, sagði hann skýrsluna rangn, þótt »opinber« væri. Það væru bruggaðar 50000 gallóna árlega handa eyjarskcggjum og auk þess aðkeypt áfengí fyrir 100 þús- und krónur árlega, og þótti það lieldur míkið handa einum 15 þúsund manns. Bætti hann því við, að sízt væri furða, þólt landsstjórnin væri andvig bindindi, því 3 vínsölumenn sætu í henni og ílestir broddborgararnir hefðu tekjur af áfeng- issölunni. Svörin, sem hann fékk, voru persónulegar skammir i blöðunum, og til áréttingar var honum stefnt fjTrir að æsa alþýðu lil nppreisnar, með þvi að vera að prédika »þetta bindindi«! Dönsk blöð telja þó enga von til þess, að hæstiréttur Dana teljí slíkt landráðasök, en liúast fremur við, að úr þessu verði farið að taka betur í taumana hjá vínsölunum, enda þótt margir þeirra séu hátt settir þar vestra. S. A. fíislason. Útgefandi: Hlutafélag í Reykjavik. Ritstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Greltisgötu 12, Reykjavik. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Sigurjón Jónsson, Laugavegi 19. Afgreiðslan (Laugaveg 19) opin kl. 8, árd. til kl. 8. siðd. Sími 504. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.