Bjarmi - 01.05.1916, Blaðsíða 4
52
B JARM I
lians sem er faðir allra barna? Sól-
argeislarnir liljóla þá að minna oss
á náð hans, sem lætur rigna ylir
rjettlátan og ranglátan.
Mættu geislarnir skína á skuggana,
svo að alstaðar verði bjart.
Já, sumarið er timi gleðinnar, það
vermir hjörtun löngu eftir að það er
horfið á braut.
Þegar foldin er freðin með fönn og
klaka, þegar myrkur og kuldi ráða
lögum á löngum vetrardægrum, eru
það þá ekki sumarvonirnar sem verma
hugann, er það ekki endurskin minn-
inganna um sól og yl, sem fer mjúk-
lega um fylgsni sálnanna?
Og þegar jelin liarðna og syrtir í
Iofti af harmaskúrum í lífi voru, er
það þá ekki von um betri og bjart-
ari tíð, sem Ijær oss þrólt i þraut-
unum?
Guðsbarnið, sem Ieggur alt í hönd
liimneska föðursins, veil að sólin skín
á bak við skýin, náðarsól Guðs. Og
fagra vonin verður að fullkominni
vissu, þegar hún er grundvölluð á
bjargi aldanna, Jesú Kristi.
Það er vonin um eilíft sumar, sem
lyftir huganum frá margvíslegri mæðu
þessa heims, hún sýnir oss þann and-
ans auð, sem fullkomnast í dýrðar-
ríki Guðs, á landinu þar sem dagarn-
ir styttast ekki og sólhvörf eru ekki
til, — þar sem eilíft sumar ríkir.
Mælti okkar stulta, íslenska sumar
minna á, að þangað er förinni heilið!
Falin honum.
Einhverju sinni sá jeg tvær mynd-
ir; önnur myndin var af konu, sem
kraup við fætur frelsarans á krossin-
uin, hin myndin var af sál, er varp-
aði sjer í faðm hans. Báðar þýddu
myndirnar eitt og hið sama; Þreytta
sálin, sjúka og hrelda, er flýr á náðir
meistaran mikla, hún ílýr til hans
frá synd og smán, sorg og vonbrigð-
um. Hún felur sig í faðmi vinarins,
sem aldrei bregst, sem Iæknar öll vor
sár, og hylur um eilífð syndafjöld
vora. Falin honum. Hvílik hvíld!
Það eru ekki stundar tilfinningar, sem
gjöra snöggvast vart við sig, en hverfa
svo óðar, ef erliðleikar mæta oss, nei,
það er livíld, það er öruggur friður
hvernig sem gengur.
Falin honura, — þegar freistingar og
árásir óvinarins sækja að oss. Vjer
erum með öllu óhult hjá honum,
þótt slormar æði, og öldur rísi, eklcert
grandar, sjeum vjer falin honum, —
»hann býr oss borð i augsýn óvina
vorra«.
Falin lionum, — þegar heiður eða
smjaður lieimsins verður á vegi vor-
um, engu síður en þegar beiskju
heimsins er varpað að oss. í kyrþey
og friði getum vjer lagt heiður vorn
og velmegun við fótsV-ör meistara
vors og drottins.
Falin honum, — þegar vinirnir
yfirgefa oss og heimurinu snýr við
oss bakinu, þrátt fyrir alt getum vjer
tekið undir með sámaskáldinu mikla
og sagt ókvíðin:
»Þín hrísla og stafur hugga mig«.
Falin honum, — þá kynnumst vjer
vilja hans, þeir sem óttast hann njóla
návistar lians og. Þekkja sáttmála
lians. Sjón vor skýrist hjá honum,
þar öðlumst vér vísdóm og hyggindi,
þar þroskast vilji vor. — Þar fæðasl
sigursælar hetjur.
Falin honum, auðnuinst vjer þrek
til þess að lifa og deyja. Varpaðu
þjer í faðm hans, fel þig á vald lians
að fullu og öllu.
(Laiislegci pýll.)