Bjarmi - 01.05.1916, Síða 5
B JARMI
53
'r....... .....................=*
Raddir almennings.
...... ........-i
Lillu slúlkan sem dó, cn
lilir þó og bendir heim.
Merkur bóndi norðanlands misti
dóttur sína 5 ára gamla snemma í
vetur (10. des.). Minnist hann svo
vel á hana í nýkomnu brjefi, að ætla
má að einhverjir, sem liarma látin
börn sín, liafi gagn af að heyra það.
— Hann skrifar meðal annars:
»I}að er svo margt sem jeg vildi
segja, því að þetta atvik hefir komið
svo mikilli breytingu á hugann. Þessi
sorg, sem er sú langþyngsta er jeg
liefi reynt, hefir fylt hjarta mitt svo
sárum liarmi og söknuði að lífið
kemur mjer nú alt öðru vísi fyrir
sjónir en áður. Það að horfa á eftir
þessari heitt elskuðu dóltur yfir um
dauðans haf, það liefir með svo ó-
gleymanlegum sársauka sannað mjer,
að hjer í lífi er okkur ekki ætlað að
njóta annarar varanlegrar sælu en
þeirrar er fæst með lifandi trú á Guð.
Og það að eiga nú yndið sitt, ekki
lengur samvistum með sjer heldur
fyrir handan hafið, það gerir að hug-
urinn leitar þangað yfrum. Hann þarf
oft að koma þar sem litla elskan
á nú lieima, og þó að hann finni
ekki hana, þá finnur hann föðurinn
sem hún er hjá, og samtalið við hann
(bænin) geíur vissu um líðan liennar,
og um leið þá hugsvölun sem ein
inegnar að sefa sorgina.
Þótl jeg áður hafi nolið styrks og
sælu i bæninni, þá hefir það ekki
verið eins áhril'amikið og nú. Lífs-
gleðin bjerna megin orðin svo lítil,
en eilífðarhugsunin orðin svo ákveð-
in og gleðileg. Já þetta hefir fært
okkur nær himninum og þrá hjart-
ans, sú að fá að finnasl hjá Guði,
tekur nú yfir alt annað.
Þó að þessi missir tæki okkur svo
sárt og hefði mikil áhrif, þá er það
ekki af því að okkur finnist ekkert
eftir til að lifa fyrir. Nei, Guði sje lof,
við eigutn 2 ástúðleg og góð börn
eftir, sem voru okkur jafnkær. En
þetta var svo stórt skarð í ekki stærri
hóp. Hún var líka yngst, og ungbarns
ástin og innilegleikinn fylgdi henni.
Þar að auk var hún svo yndislegt barn
sem orðið gat. Öll framkoma hennar
var svo geðþekk, um leið og hún var
svo tilkomumikil. Þó hún væri yngst
og aðeins á 6. ári, þá inátti heila að
hún stjórnaði systkinum sínum hvar
sem þau voru ein saman. Viljaþrek-
ið og festan var svo einkennilega á-
berandi að það hlulu aðrir að hlýða
lienni. Eins var trygglyndið við það
sem henni þótti vænt um, svo sem
einstaka menn og ekki síst skepnurn-
ar. Meðal þeirra átli hún vini, sem
hún gat alt gert fyrir, og það tók
hana svo sárl ef skepnum leið illa.
í hverju húsi átti hún eitthvert dýr
og gerði gælur við það, þegar hún
mátti, og mörg af þeim þektu litla
eigandann. Þau minna mig nú alstað-
ar á lillu umhyggjusömu stúlkuna
mína. Þó var ekkert eins að-dáanlegt
eins og ástúð liennar og kærleiki, sem
mamma hennar naut mest. Jeg hefi
sjeð málverk af kærleiksgyðjunni, og
það minnir mig ávalt á augnaráð og
svip Guðrúnar litlu«.
Andvörp útlcndingsins.
Margur fer einförum með trú sína
og þekkir fáa eða engan í nágrenni
sínu, sem hann getur lalað við um
það sem hjarta hans ann. Brjefin frá
þeim eru stundum svipuð andvörpum
útlendings, sem staddur er hjá ókunnri
þjóð og heyrir hvergi móðurmál sitt.
Þeir, sem eiga því láui að fagna
að eiga trúaða ástvini og ýmsa
trúaða nágranna, vita naumast hvað
sárt hinir íinna til »einverunnar« og