Bjarmi - 15.11.1916, Blaðsíða 1
BJARMI
- —= KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ
X. árg.
Reykjavík, 15. nóveraber 1916,
21. Lbl.
Sœlir eruð pjer, cr pjer eruð smánaðir fyrir nafn Krisls. (I. Pjet. 4, 14).
Öfugstreymi.
wÞað er hart að vera talinn heima
fyrir »hilaður á sönsunum« þótt Krist-
ur og biblian sje manni kærari en
alt annað«.
Þannig mælti ungur maður úr sveit
í haust sem Ieið, og svipaðar um-
kvartanir berast oss munnlega eða
brjellega frá ýmsu trúuðu ungu fólki.
Og það er í rauninni ekki neitt
undarlegt, þólt ungum manni, sem
nýlega hefir snúið sjer til Guðs, finn-
ist það »hart« eða ærið óviðfeldið,
þegar trúaráhugi hans er talinn »hálf-
gerð geðbilun«, af fólki sem kveðst
bera fulla virðingu fyrir kristindóm-
inum og er einstaklega kirkjurækið
eftir því sem gerist á voru landi.
En það er gömul og ný reynsla,
að »náttúrlegur (eða óendurfæddur)
maður skilur ekki það sem Guðs
anda er; því að lionutn er það
heimska og hann getur ekki skilið
það af því að það dæmist andlega«.
(Sbr. I. Kor. 2, 14).
Því miður er almenningur víða
hvar á voru landi, svo ókunnugur
verulegum trúaráhuga að honum
hættir til að telja slíkan áhuga í ælt
við öfgar og ofstæki eða geðbilun.
Það er eins og fjölda fólks sje hul-
ið hvílík ósamkvæmni það er, þegar
foreldrar kenna börnum sínum að
lesa bænir og segja þeim »að ótlast
og elska Guð«, en verða svo gröm,
ef eitthvað af þeim börnum veiður
síðar trúræknari en foreldrarnir sjálf-
ir og fá að reyna, að það er ekki
fagur draumur heldur dýrðleg stað-
reynd sem »kverið« vor flestra talar
um á þessa leið:
»Sjeum vjer rjeltlættir orðnir af
Guðs náð fyrir trúna, ber lieilagur
andi vitni um það hjá oss með sælu-
ríkum friði hjartans, rósamri undir-
gefni undir Guðs vilja og gleðiríkri
fullvissu um að vjer sjeum Guðs börn
og samarfar Iírists«. (Sbr. Barnalær-
dómsbók Helga Hálfdánarsonar 9.
kalla 109. gr.).
Ef »kver«-kennararnir fleslir befðu
sjálfir reynt það sem þessi grein tal-
ar um, eða væru með öðrum orðum
sönn börn Guðs, þá mundu þeir leggja
hina mestu rækt við að sýna fram á
að hjer er talað um eftirsóknarverð-
asta hnoss þessa jarðlífs, hnoss, sem
ekkert á skylt við geðbilun nje of-
slæki, og linoss sem hver unglingur
getur eignast, og alveg óþarft að eyða
fyrst beslu árum æfinnar í Ijettúð og
andlegu kæruleysi, ata sig synd og
svívirðu, eða kafa fyrst djúp harma
og sorga. — En því miður mun æði
margan krislindómskennarann vanta
þessa trúarreynslu, og því verður
þessi grein, eins og sumar fleiri í 9.
kafianum að »hálfgerðri hebresku«
bæði kennurum og nemendum. Gott
er þó þeim, sem síðar verða svo lán-
samir að kynnast lifandi kristindómi,
að koinast að raun um að þar eru