Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.11.1916, Qupperneq 7

Bjarmi - 15.11.1916, Qupperneq 7
BJARMI 167 /? .......----------■ ----------^ Raddir almennings. c- ■ ■ — ■ —í Mjer verður það minnisstætt hvern- ig fundum okkar bar saman í fyrsta skifti. Jeg kom að kirkju í fyrra vor, sem jeg ætlaði að prjedika í innan stundar, og gekk inn í kirkjuna. Söfn- uðurinn var ekki kominn, en við grálurnar kraup ungur maður og var auðsjáanlega að biðja. Það var — þvi miður — í fyrsta skifti sem jeg sá slíkt á ferðum mínum um ísland. — Þegar hann hafði lokið bænagjörð sinni, spurði jeg liann spjörunum úr, og játaði hann trú sína alveg ófeim- inn, eins og trúuðum mönnum er lamt erlendis, en ekki eins og »dulur íslendingur«, sem sumir segja að sje svo dulur, að hann geti verið sann- trúaður árum saman þótt fáir eða enginn viti um það! Jeg liefi einu sinni sjeð þenna mann síðan og kom þá inn í herbergi hans. Biblían og Vídalínspostilla voru opnar á borðinu, enda hafa þær bækur víst mest og best stuðlað að afturhvarfi hans og mótað hugsun lians eins og sjá má af »vitnisburði« lians, sem kafli er úr hjer á eftir. Að sjálfsögðu hefir hann verið misskilinn af sum- um grönnum sínum, eins og fleiri, og litlar mun hann leiðbeiningar hafa hlotið frá mannanna hálfu, nerna við bókalestur síðan hann snerist, — en oft kemur mjer í hug að hverjum söfnuði liljóti að vera það blessun, að eiga að minsta kosti einn mann í sínum lióp, sem temdi sjer að biðja þannig fyrir hverri guðsþjónustugjörð rjelt áður en hún byrjar. S. A. Gíslason. VITNISBURÐUR. Önd mín lofar Drottinn og andi minn gleöst í Guði, frelsara mfnum. Því aö hinn voldugi hefir gjört mikla hluti fyrir mig og heilagt er nafn lians. »Gef þú að móðurmáliö mitt, minn Jesú þess jeg beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði um landið hjer til heiðurs þjer, helst mun það blessun valda, meðan þín náð vort lætur láð lýði og bygðum halda«. Amen. Kæru bræður og systur í Drotni. Frið- ur sje með yður öllum, sem Kristi til- heyrið. Jeg hefi fundið Drottin Jesú, frelsara heimsins, og það er innileg löng- un mín, að vitna um hans náð og frelsun sálar minnar. Bað eru þrjú ár í haust síðan hann kallaöi mig frá myrkrinu til síns undursainlega ljóss (1. Pjet. 2, 9). Dýrð sje Guði! Ó hve óumræðilegur mun- ur að vera Guðs barn, frelsaður frá synd, dauða, djöfli og helvíti, eða að vera þræll syndarinnar, djöfulsins barn, og að síð- ustu vera kastað með Satan í eldsdíkið, sem logar af eldi og brennisteini, sem er liinn annar dauði (Opinb. 21, 8), sem öll- um verður kastað í, sem hafna Jesú. (Sjá Opinb. 20, 15). Aldrei að eilifu get jeg fullþakkað Drotni Jesú frelsara mínum hans óumræðilegu náð og miskunn við mig. Ó live það er sælt, að lifa i sam- fjelaginu við frelsarann, eiga friðinn og gleðina, sem enginn þekkir nema Guðs börn, og svo öruggleikann, vera laus við allar áhyggjur, óttast enga skelfingu, ekki dauðann, geta sagt með H. P., sem allir trúaðir elska: »Dauði jeg óttast eigi afl þitt nje valdiö gilt, í Kristi krafti jeg segi: kom þú sæll þá þú vilt«, — og með Páli postula: »Lífið er mjer Kristur og dauðinn ávinningur«, — með Maríu mey Guðs móður:J »Önd mín lofar Drottin og andi minn gleðst í Guði frelsara mínum«. Jeg vitna það fyrir ölluni, að jeg vissi ekkert um þessa gleði í Guði og örugg- leika, áður en Jesús sneri mjer. Jeg fann til leiðinda órólegrar samvisku. Jeg ótt- aðist dauðann, var sjóhræddur, myrk- fælinn o. s. frv. Jeg get ekki annað en vitnað um óumræðilega náð hans og miskunn mjer auðsýnda þegar í æsku og þrátt fyrir syndir minar. Pví jeg var dauð- ur og glataður í vantrú minni og synd, og væri nú glataður, hefði jeg dáið í syndinni. En Guði sjeu þakkir fyrir Jesúm Krist, Drottin vorn, sem vill að altir verði liólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum. Dýrð sje Guði! Pað er sannur lærdóm-

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.