Bjarmi - 15.12.1916, Qupperneq 10
186
BJARMI
hita lierbergið ögn, áður en hún sækti
barnið, sem góðfús nágrannakona
hafði tekið af lienni, á meðan hún
var að þvo gólfin. Henni veitti ekki
af að taka hvaða vinnu sem bauðst.
Sumarkaupið var búið. IJað hafði nú
ekki verið mikið. Barnsmeðlagið
gjörði það að verkum. Og hún var
búin að seija ílesl alt, sem hún álti
fjemælt í eigu sinni.
Það koslaði tár og hugarkvöl, þeg-
ar hún varð að selja steinhringinn
fallega, og ýmsa skartgripi, sem all-
llest voru gjafir að heiman. Og nú
átli hún ekkert eftir af því tægi, nema
silíurbeltið sitt, seinustu jólagjöfina
frá foreldrunum. Það iá enn þá i
kofi’ortinu hennar. En nú liafði hún
kaupanda að því, sem bauð sæmilegt
verð fyrir það. Hún þurfti á pening-
um að halda. Hún lauk upp kofi'ort-
inu og fór að leita að heltinu. Beltið
var forkunnar fagurt. Hún bar það
upp að Ijósinu og brá því svo snögg-
vast utan um sig, og gremjusvipur,
blandinn sárri lirygð, kom á andlit
liennar. Silfrið glóði í Ijósgeislanum,
— það vakli ofurlítið endurskin liorf-
inna jólageisla í hjarla liennar.
Jólin heima! Björt, rík, glaðvær.
Jólin heitna! Allsnægtir, umvafin
kærleika föður og móður. Jólin heima!
Ógleymanleg um alla æfi! Steinvegg-
irnir í kjallarakompunni nrðu svo
átakanlega herir og kaldir, en golu-
þyturinn við gluggann þuldi rauna-
sögur unglingsins, sem glaumurinn
tældi út á brautir óláns og mæðu.
Hún lagði hellið aftur á sinn slað,
hjá bókunura, sem hún álli í kofiorls-
lokinu. Hún leit sjaldan í þær, hafði
ekki tíma til þess. þarna var nýja
testamentið, fermingargjöf frá móður
hennar, skraulbundið, með nafninu
hennar áletruðu. Pað var langt síðan
að hún hafði lilið í nýja testamenlið.
Hún flelli bókinni og leit á opnuna,
sem fyrst varð fyrir henni. Einkenni-
legt, að það skyldi vera þessi frásaga,
dæmisagan af glataða syninum, sem
fór burt úr foreldrahúsunum, — só-
aði fje föður síns í gjálífi og synd,
alveg eins og hún, — »og liann tók
að líða skort«, — það hafði liún einn-
ig gjört, — »og hann gætti svina hjá
borgara einum«, — hún liafði og fengið
að vinna skarnverkin. — Og hann
sagði við sjálfan sig: »Jeg vil taka
mig upp og fara lil föður míns, og
segja við hann: »Faðir minn, jeg hefi
syndgað í himininn og fyrir þjer, og
er ekki framar verður að heita sonur
þinn«. — I’etla átti hún ógjört.
Hún lagði bókina frá sjer og grjet.
Langt var síðan hún hafði grátið.
Hjarta hennar var orðið einna líkast
kalinni jörð, sem hausthret og liagl-
jel höfðu lamið án afiáts, — en lárin
mýktu og vöktu þrá barnsins eftir
sátt og fyrirgefning. Hún varð að
öðlast fyrirgefning. Hún varpaði sjer
á knje við rúmstokkinn, og andvörp
hennar urðu að bæn, sem steig í
hæðir til hans, sem ávalt leitar að
glötuðum sonum og glötuðum dætr-
um. — —
»Fyrirgef oss vorar skuldir«.
Hurðinni var lokið hægt upp.
Ferðamaður nam staðar í dyrunum.
Hann litaðist um í herberginu, en
kom ekki auga á slúlkuna, sem kraup
grálandi við rúmstokkinn á bak við
hurðina. Honum varð slarsýnt á hí-
býlin, sem einkabarnið lians ól aldur
sinn í. Óvisllegt kjallaraherbergi, hús-
gagnalaust, þægindalaust, með fátækt-
ina í öndvegi. Hann stundi þungan
og gekk inn fyrir hurðina. Hún lieyrði
fótatakið og stóð upp, — var hana
farið að dreyma?-----------— »Faðir
hans sá hann, kendi í brjósti um
hann, hljóp og fjell um háls honum
og kysti hann«.