Bjarmi - 01.03.1917, Qupperneq 2
Ö í ARMÍ
ÍJ4
hafi, og eins og hún mamma mín,
og margir, henni líkir í trú, liafa
kent mjer. Því að alt, sem jeg hefi
til huggunar, sjálfum mjer og öðrum,
í hörmum og nauðum lífs og dauða,
alt, sem jeg veit eða trúi um alfull-
kominn lifandi Guð, til hjálpræðis
sjálfum mjer, og öðrum mönnum, alt
þetta hefi jeg og veil einungis fyrir
Jesúm Iírist, í honum og frá honum
einum.
En til þess þá að geta huggast, og
hjálpast, við gleði- og lijálpræðisboð-
skap Jesú Krists, þarf jeg fyrir milt
leyli, að trúa og treysta á alveg sjer-
stakan guðdóm hans; trúa því að
hann sje Guðs eingetinn sonur. Því
að annars get jeg ekki fulltregst neinu
í fagnaðarboðskap hans, hve hjartans
feginn sem jeg vildi. Enda veit jeg
ekki til, að nokkur maður, nema
sumir katólskir, þori að reiða sig á
mannlegan fullkomleik og óskeikul-
leik í andlegum eða leyndardómsfull-
um trúarefnum. — Með trúnni á sjer-
stakan, einsdœmis guðdóm frelsar-
ans, stendur því eða fellur trú mín á
orð hans og verk; og þar með líka
huggunin mín og hjálpin mín í liörm-
ungum lífsins og dauðans. í orði
Krists og öllu verki, eins og frá er
sagt af þeim, sem fyrstir voru frá
upphafi með honum, liefi jeg líka
fundið þenna sjerstaka guðdóm, sem
einn getur svalað sálarþorstanum eftir
þeim lifanda Guði.
Eitt hefir líka altaf verið efunar-
laust fyrir mjer, og eftir því, sem jeg
best veit, einnig fyrir flestum öðrum;
en það er, að Guðssonurinn, Jesús
frá Nazaret, er einsdœmispersóna í
heiminum. Og fyrst svo er, hvað er
þá trúlegra en það, sem vitnað er svo
sterklega af fyrstu vottum hans, að
komu hans í heiminn, veru hans í
lieiminum, og hvarfi hans úr heim-
inum, hafi fylgt einnig ýms önnur
einsdœmi? Jeg á hjer við »táknin«,
undrin og stórmerkin, sem við Krist
eru tengd og kend. Varla þekki jeg
þó nokkra manneskju roskna og ráðna,
sem er alveg laus við, að trúa og bú-
ast við einhverjum jyrirboðum og tákn-
um á undan, samfara og á efiir þýð-
ingar miklum stórtíðindum og viðburð-
um. Og enn í dag eru ýmsir að segja
frá ýmsu slíku, sem gerist nú á tím-
um. Hví þá ekki miklu framar, að
trúa slíku i sambandi við hið þýð-
ingarmesta, stærsta og besta, sem við
hefir borið í veröldinni? Jeg fyrir mitt
leyti, má ekki heldur missa trúna á
»táknin og stórmerkin«, sem fyrstu
vottarnir segja frá, í sambandi við
Krist; því að fari svo, þá bilar óðara
trú mín á einsdœmis guðdóm hans,
og á kenningar lians um leið; og þá
er líka guðstrúin mín brolin, og guðs-
þörfin og þráin mín finnur hvergi
fullnægju.
Að vísu skil jeg ekki þetta fremur
en margt annað í trúarefnum; en
það fullnægir eitt best minni sál og
minu hjarta; og skynsemi min og innri
reynsla finnur ekkert atmað jafnsatt
og trúverðugt.
En alt lífið, og öll tilveran, jafnvel
þessi sýnilega og átakanlega, er líka
full af leyndardómum; i öllu, og bak
við alt, sem sjest og finst, er eitt-
hvað, sem ekki verður enn skilið og
skýrt, eða með vissu vitað um eðli
þess og uppruna.
En sje svo í liinni jarðnesku til-
veru, hversu mikiu framar þá í hinni
himnesku, í hinum andlegu og eilífu
efnum. Jeg trúi því þess vegna inni-
lega, að »enginn þekkir föðurinn«,
nje getur sagt oss áreiðanlega af hon-
um, nema sá sonurinn einn, sem gat
sagt og sagði líka: »Jeg og faðirinn,
við erum eitt«, og: »Enginn kemst til
föðursins, nema fyrir mig«. — Og
jeg trúi því jafn innilega, að »enginn