Bjarmi - 01.03.1917, Side 6
38
B JARMI
verð jeg hamingjusamur fgr en jeg
finn Helgun!«
Hann lagði á stað út úr bænum,
og gekk upp hæðina helgu.
Hann kraup við krossinn.
Þar sat Helgun.
Maðurinn leit upp á hinn kross-
festa. Kærleikur Krists fylti hjarta
hans mað þakklæti og tilbeiðslu.
Þá reis Helgun á fætur, gekk til
mannsins sem kraup, og sagði hljóð-
lega:
»Jeg hefi beðið eftir þjer«.
»Beðið eftir mjer«? spurði maður-
inn undrandi. »Hvar?«
»Hjer við kross Krists, hjer geturðu
ávalt fundið mig«. — —
Þær sitja þar enn systurnar: Iðrun,
Syndafyrirgefning og Helgun og bíða.
— Bíða þær eftir þjer? — (K. ísl.)
Þú minn Drottinn þyrnum
krýndi.
Hann var málari. Hann var van-
trúaður — konan hans var sann-
kristin. Hann elskaði hana, — hún
elskaði hann, en einn elskaði hún
enn heittar — því veitti hann eftir-
tekt — það var maðurinn frá Gol-
gata, frelsarinn Jesús Kristur.
Hún vildi hlýða á Guðs orð —
hann fylgdist með hennar vegna. Hún
las fyrir hann, talaði við hann um
frelsara sinn — hann hlustaði á —
brosti að því.
Hún varð hljóðari og íölari, hann
veitti þvi ekki eftirtekt. — Hún lá á
banasænginni — hann sat hjá rúm-
inu. Á dauðastundinni hvíldi höfuð
hennar upp við brjóst hans, augna-
tillit hennar, hið síðasta deyjandi
augnatillit, var fest á myndina, sem
var yfir rúminu, myndina af hinum
krossfesta. —
Mörg ár liðu. Hann gat aldrei gleymt
henni. Hann hafði reynt það, — hafði
leitað gleymskunnar í skemtunum —
en það tókst ekki! Nú leitaði hann
gleymskunnar í vinnu sinni. Hann
sat nú og vann að altarismynd, sem
átli að vera til nýju kirkjunnar í
bænum. Hún átti að tákna »Krístur
fyrir ráði Gyðinga«. Hann hafði —
til þess að geta málað það nákvæm-
lega og rjett — lesið nýjatestamentið
hennar frá upphafi til enda — nýja-
testamentið hennar með öllum undir-
strikuðu orðunum. Málverkið var
bráðum búið — andlitin þrútin af
hatri, — slægir og drambsamir Fari-
sear — sællifir Sadúsear — aðeins
eitt vantaði: myndina af frelsaranum.
Hann mintist eins atviks frá því
er hún lifði. Hann hafði verið beðinn
að mála mynd af krossfestingunni.
Hann mundi hvernig hún í það sinn
lagði hendina á arm hans, — kviða-
full og biðjandi leit hún í augu hans
— eins og hún ein gat litið. — »Gerðu
það ekki«, hvíslaði hún. »Hvers vegna
ekki?« spurði hann. »Sá einn, sem
trúir á hann, getur málað hann«.
Hann hafði hlegið að henni í það
sinn. Nú hló hann ekki. Það var eins
og hönd hennar legðist á arm hans,
hvert sinn, sem hann ætlaði að byrja
myndina af frelsaranum; það var sem
hann heyrði hana hvísla: »Gerðu það
ekki. Gerðu það ekki!«
En hann var búinn að taka verkið
að sjer, og það varð þó að komast
af. Tíminn leið. Bara að hann hefði
aldrei byrjað á því. Hann málaði —
fögur mannsmynd fór að koma í Ijós
undan liendi hans, — en andlitið,
andlitið! Nei, »gjörðu það ekki« hljóm-
aði þá. Hann gat það ekki — hann
sem trúði ekki á hann. Dag eftir dag,
— nótt eftir nótt heyrðist hann ganga
aftur og fram, fram og aftur í vinnu-
stofu sinni; en það var eilt sem engin
manneskja heyrði, hvað fór á milli
hans og þess sem hann hugsaði um,
hans og Guðs hans, Guðs konunnar