Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1917, Síða 4

Bjarmi - 01.03.1917, Síða 4
36 BJARMI t, Rögnvaldur Ólafsson húsameistari. (F. 5. des. 1874. — D. 14. febr. 1917.) Kirkja vor misti þar góðan Iiðs- mann er berklaveikin lagði Röguvald Ólafsson í gröfina. Þótt hann hætti guðfræðisnámi eftir eitt ár, þá hætti liann ekki að unna kirkju lands vors. Þær sýna það kirkj- urnar víðsvegar um land, sem hann gerði uppdrætti að, og mundu sýna það betur, ef meira fje hefði ver- ið fyrir hendi. — Og trúmálum unni hann, eins og með- al annars sást á því hvað hann hlynti að liúslestr- um á Heilsuhælinu og hvað hann bar veikindi sín með mikilli krislilegri hugprýði. Slarfsár hans voru alt of fá frá okkar sjónarmiði. Það var svo margl að bæta og laga í kirkjusmíðum og húsagerð og vansjeð hvernig skarðið verður fylt. Vinsæll var Rögnvaldur með af- brigðum. Jeg heyrði aldrei kuldalega á hann minst, en hitt kom oft í ljós að öllum sem þektu hann, þótti vænl um hann. — Það er ekkert »Iíkræðu skjall«, þótt öll blöðin hæli Rögn- valdi látnum. — »Hann var svo góð- ur drengur að þú getur ekki skrifað of hlýlega um hann«, sagði málkunn- ingi hans við mig nýlega, og er jeg því fyllilega samþykk- ur. Foreldrar Rögn- valds voru Ólafur bóndi Sacharíasson á Ytrihúsum í Dýra- firði og kona hans Verónika Jónsdótt- ir. Er móðir hans enn á lííi og er hjá syni sínum Jóni trjesmið á ísafirði. Rögnvaldur út- skrifaðist úr latínu- skólanum árið 1900 með ágætis eink- unn, og sömu eink- unn fjekk liann við heimspekispróf á prestaskólanum ári síðar. Þá fór hann til Kaupmanna- liafnar að læra byggingarlist en varð að hverfa lieim aflur heilsunnar vegna eftir þriggja ára nám. Upp frá því var hann ráðunautur stjórnarinnar í húsabygginga málum, og stundaði það starf eflir því sein heilsan frekast leyfði. S. A. Gíslason.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.