Bjarmi - 01.03.1917, Qupperneq 7
B JARMl
39
hans. Þegar stúlkan kom inn með
kaffið einn morguninn, sat hann —
eftir svefnlausa nótt — fyrir framan
málverkið sitt, en það kom ekki oftar
fyrir. Stundum sat hann og grúfði
sig yfir — bókina hennar — og svo
fór oft! Já það kom fyrir að hún
kæmi að honurn óvörum á kjánum
þar inni — honum, sem áður var
svo reigingslegur, stoltur og öruggur.
Kirkjan var tilbúin — altaristaflan
líka. Vigsludagurinn kom. Iíirkjan
fyltist af fólki. Augu allra leiluðu að
altaristöflunni. En fyrir henni var
tjald, það álti fyrsl að takast frá
undir sálminum eftir prjedikun; liann
hafði óskað þess þannig. — Sálminn
hafði liann valið sjálfur.
Prjedikunin var á enda. Orgelið
byrjaði að taka lagið á sálminum:
»Þú minn Drottinn þyrnum krýndi!«
Tjaldið var dregið til hliðar; allra
augu litu þangað. Sólin varpaði skæru
Ijósi yfir myndina; þar stóðu þeir,
næstum sem lifandi, hinir liefndar-
gjörnu Farísear með krepla hnefa
— liinir stoltu ráðherrar, — hin
fölsku vitni. —
En í miðið, — allra augu störðu
þangað, — þar slóð hann sjálfur,
Guðs og mannsins sonur, það var
sem ljómi stafaði frá höfði lians, frá
öllum líkamanum. Önnur höndin
benti á hið gyllta lelur neðanundir
myndinni: »Svo er sem þú segir, jeg
er hann!« Hin benti upp mót hásæt-
inu við hægri liönd töðursins.
Það var sem augnatillit hans segði
við hvern einstakan: »Særður vegna
þinna synda og kraminn vegna þinna
misgjörða, — erlu ekki sjáandi
mannsbarn?»
Það vár sem sú spurning væri á
vörum hans: »Ef jeg tala sannleika,
fivers vegna trúið þjer mjer þá ekki?«
En hvar var málarinn? IJann stóð
við einn stólpann. Röddin hans hljóm-
aði unr kirkjuna: »Þú minn Drottinn
þyrnum krýndi! En veikar og veikar
ómaði röddin og meðan síðasta versið
var sungið:
Hærri pótt sje huga mínum,
held jeg mig að krossi þínum.
Styð pú mig að stríða og líða,
styrk þú mig í dauðans kviða.
Leið þú mig i lífsins borg, —
þá þagnaði hún afveg.
Niðri bak við stólpann lá hann nreð
hneigðu höfði, það stóð málað á and-
liti hans, sem enginn meistari á jörðu
gat nrálað: »í dag skaltu vera með
mjer í Paradís!« — Nú var hann og
hún augliti til auglitis nreð honum,
lrinum fegursta.
(Kirkekfokken 5. mars 1916.)
G. A. þýddi.
7" ■ ---—
Raddir almennings.
4—... .. r---: , : í
Spurningum í 7. tbl. Bjarma f. á. svar-
að af J. Kristjánsdóttur Fjalldal á
Melgraseyri.
Fyrsta spurningin er um hvaða trú-
málaatriði lrver einstakur kaupandi óski
að verði rætt í blaðinu. Fyrir utan trú-
málaatriði þau er Bjarmi byggist á, finst
mjer liggja næst, að nýguðfræði, guðspeki
og andatrú sjeu gefnar nákvæmar gætur.
Svo mikilli hrej’fingu hafa stefnur þessar
valdið hjer á landi, að vart getur nokkur
hugsandi maður gengið fram hjá þeim
hugsunarlaust. En engum ætti að dyljasl
það, að þegar um trúmálaatriði er að
ræða, eru menn komnir út á alvarlega og
vandrataða braut, og út af henni liefir oft
verið vilst út á ýmsar öfgaleiðir, er til
harms og böls hafa feitt. Guð gefi að
Bjarmi, laus við alt kaldhranalegt þrátt
um aukaatriði, (en þó aðalstefnu sinni
trúr), geti með þekkingu og kærleiksríkri
alúð rætt þessi mái, gleymandi því eigi
er eitt skáldið okkar segir og mjer finst
vera svo rjett: