Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.1917, Page 8

Bjarmi - 01.03.1917, Page 8
40 BJARMI í trúbrögðum öllum ef að er gáð, eru andlegir sálarþræðir, þar sjerhver maður þekkir sinn þráð og þreifar'sig eftir um myrkurláð, uns finnur hann helgar liæðir. í sambandi við þetta dettur mjer í hug sagan af kauþmanninum í Feneyjum, er bauð til sín 6 vinum sínum, og voru þeir hver sinnar trúar. Peir ræddu hver sína trú, en enduðu með þvi að faðmast og syngja sálm um bróðurlega einingu. — Guð gefi að trúarflokkarnir hjer á landi geti gjört hið sama. Og eitt er víst, að sú trú sem mestan sannleik innibyrgir, og þar af leiðandi kærleik, liún sigrar að síðustu. 2. sþurningin. Hvaða siðferðismál á fyrst og fremst að ræða? Prátt fyrir bannlögin er vínnautnin al- mennari en frá þurfi að segja, og er það sú þjóðarsmán, er Bjarmi ætti af alefli að berjast á móti, því með hvarfi vín- nautnarinnar væri svo raörgu siðferðis- legu kiþl i liðinn. 4. og 5. spnrningunni álit jeg svo vanda- samt að svara, að það sje ei gerandi i flýti. En aftur á móti vil jeg nú fara þess á leit við blaðið, að það flytji nákvæmar frjettir um fyrirkomulag á safnaðastarf- semi, þar sem liún er fullkomnust hjer á landi, bæði í sveitum og kauptúnum. Pað getur verið til eftirbreytni fyrir þá söfn- uði, er litla eða enga þessháttar starfsemi hafa. — Sömuleiðis væri ágætt ef blaðið vildi flytja úrvalsræður við og við. Það er tilbreyting i að geta notað þær við guðsþjónustur í lieimahúsum út um land. Annars finst mjer verkefnin fyrir kristi- legt blað óteljandi. ------~ ■ -------------------^ Hvaðanæfa. — ■ .......... & Heima. Fyrirlestra um dauðann oglífið hinu megin hafa þeir Einar Kvaran og Har. prófessor Níelsson haidið nýlega hjer í höfuðstaðnum. Hafa þessi erindi vakið mikið umtal eins og fyrri, Bjarma var ekki þangað boðið og skal því ekki um þá dæma að sinni. En utan að sjer heyrir liann að ýmsir eru »stórhrifnir«, en aðrir láta sjer fátt um finnast og sjá jafnvel eftir skildingunum, scm fóru í inngöngu- eyririnn. Búast flestir við að nýji biskupinn fari bráðum að láta eitthvað til sín heyra opinberlega um þessa andatrúarstefnu, sem fer svo geyst, að erfitt verður að »humma« hana þegjandi fram hjá sjer. Úr brjefi: Bóndi r Dalasýslu, sem ritstj. Bjarma hefir aldrei sjeð, skrifar 29. janúar. »Jeg óska yður og yðar málefni góðs og gleðilegs gengis þetta nýbyrjaða ár ásamt alla yðar óförnu æfi, og bið góðan Guð að styrkja yður og yðar fylgismenn í því stranga striði, sem er að etja við svo kallaða nýju guðfræði og svo kallaða andatrú, sem að mínu áliti er svo hryggi- leg heimska, að mig stór furðar á því að mestu menn og bestu í andlegum efnum, sem kallað er, skuli villast svo hraparlega og villa sjónir fyrir öðrum, ef þeir gætu. Með línum þessum læt jeg yður vita að jeg ætla að kaupa 2 árg. Bjarma siðasta ár og 2 af þessum nýbyrjaöa árg. og legg með borgun fyrir þá«.----- Svona eru dómarnir misjafnir, og einn lofar það sem annar lastar. Guðfræðisprófi luku í f. m. þessir kandídatar: Eiríkur Albertsson frá Flugumýrar- hvammi í Skagafirði. Ragnar E. Kvaran frá Reykjavík. Jakob Einarsson frá Ilofi í Vopnafirði. Halldór Gunnlaugsson frá Kiðjabergi. Sigurgeir Sigurðsson frá Reykjavík. Sigurjón Jónsson frá Hánefsstöðum í Norður-Múlasýslu. Sr. Kjartan Kjartansson frá Stað í Grunnavík hefir sótt um lausn frá prests- skap. Um 8 0 nýir kaupendur eru komnir siðan um áramótin. Býður útg. þá hjart- anlega velkomna og vonar að ýmsir þeirra hjál])i til að útvega þrelalt fieiri fyrir sumarmálin. 10 komu úr kaupstað eystra, þar sem áður voru 6, og 10 úr kauptúni nyrðra þar sem áður var 1 kaupandi. En enn eru ýms kauptún, einkum eystra, þar sem blaðið mundi fá marga kaup- endur ef einhver kunnugur vildi vinna að því. — Það er velkomið að senda slíkum mönnum góða bók í ómakslaun. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.