Bjarmi - 15.08.1917, Page 1
BJARMI
= KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ =
XI. árg.
Iteykjavík, 15. ágúst 1917,
16. tbl.
Enginn gelur annan grundvöll lagt enpann, sem lagðurer, sem erJesiísKrislur. (1. Ivor.3,12)
Viljið þjer eiDDip fara tariD?
Kafli úr ræðu 6. sunnud. eftir páska 1917
eftir sr. Jóh. L. L. Jóhannsson
á Kvennabrekku.
Kristur liefir nú útvalið oss alla af
heiminum fyrir lærisveina sína, því
með heilagri skírninni vorum vjer
teknir inn í rikið hans og síðan alla
æfi fræddir í lífsorðinu hans, svo að
oss ælti að vera auðvelt að vilna um
liann og indælt að dvelja hjá hon-
um, sem er vort eilífa hjálpræði og
öllu mannkyninu til hlessunar. En
það er sorglegur sannleikur, að mjög
víða á landi voru ríkir hin mesta
trúardeyfð og áhugalej'si um kirkju-
málin og með því allan kristindóm-
inn. Pað er engu líkara en að allur
þorrinn af lærisveinum Krists sje að
yfirgefa hann alfarið, af því að þeim
þyki orð hans hörð ræða eða þung-
skilin og leiðinleg. Mönnum finnast
hinar háu siðgæðiskröfur Iírists kenn-
ingar of erfiðar fyrir hold og blóð,
og hliðra sjer þvi hjá þeim þrátt fyrir
það, að þær mæla með sjer sjálfar
fyrir hverri óspiltri samvisku, og af
þessu kemur það svo, að mönnum
finnast trúarsannindin þungskilin, því
vitanlega verða þau að skiljast með
lijartanu miklu fremur en með heil-
anum. Það reynist ávalt rjett í lilinu,
að vegurinn til faslrar trúarsannfær-
ingar er að ástunda að gera vilja
föðursins himneska. Það er tíðum
sagt, að það sje einkum unga fólkið
sem vanræki kiikjusókn, húsleslra,
biblíuleslur og kvöldmálliðarsakra-
menti. En eftir minni reynslu, þá er
þetta eigi að fullu rjett. Því það er
fuit svo mikið og iðulega einkum
fullorðna fólkið, miðaldra og meira,
og þar með húsbændurnir á heimil-
unum, sem vanrækja kirkjuferðir og
ganga þannig á undan hinum yngri
i vanrækslunni. Þcgar menn eru nú
hættir að meta altarisgöngur nokkuð
og virða að líkindum skirn lítils,
sumir hverjir, eftir þvi að dæma,
hversu óhæfilega hún oft er Iengi
dregin, en tíðka hana þó enn af
gömlum vana, þegar lestur heilagrar
ritningar er lagður niður, og aldrei
farið til kirkju nema helsl á slórhá-
tiðunum, og loks farið að leggja nið-
ur liúsleslra og sálmasönginn indæla
í heimahúsum, þá fæ jeg eigi betur
sjeð en stefnan liggi beint út í ömur-
legan heiðindóm, sem öllum heiðin-
dómi er lakari, því heiðindómur af-
kristnaðs fólks er líklega verstur.
Ekki liefi jeg heldur neina trú á því,
að það fólk, sem ekki hirðir um að
heyra Jesúm lala til sín í guðspjöll-
unum, skeyli mikið um Guðs dýrð-
legu opinberun í ríki náltúrunnar.
Guðsdýrkunin úti í nátlúrufegurðinni
mun eflaust þverra við það, að kirkju-
guðsdýrkunin er vanrækt. Það er
hörmulegt, en þó of satt, að mörgu