Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.08.1917, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.08.1917, Blaðsíða 3
BJARMI 123 hjálparleysi sjálfra vor: »Vjer getum ekki til nokkurs annars en til þín farið, Drottinn! því þú einn hefir al- sanna eilífðarorðið sálum vorum til lífs og vjer trúum og könnumst við það, samkvæmt sælufullri reynslu, að þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs«. Sannarlega eru allir þeir sælir, sem þannig hugsa og tala, og engan efa tel jeg á því, að slíkir inenn eru, þrált fyrir alt, miklu íleiri en vjer vitum af. En þess ber oss að gæta, að hver sem í sannleika vill vera með og hjá Ivristi, hann verður full- komlega að gefa honum hjarta sitt; ef hann gerir það, þá lielgar liann lionum alla breytni sína i dagfarinu og styður eftir mælti útbreiðslu rikis hans í öðrum sálum. Hann lætur sjer því aldrei á saina standa hvernig fram fer í safnaðarlífinu, heldur kapp- kosta að koma andlegu fjöri í það og færa það nær frelsaranum sjálfum. Það er auðsær galli á kirkjulega ástandinu á landi voru nú á dögum, hversu lítið er til af eiginlegu safn- aðarlífi. Menn finna svo sárlítið til þess, að þeir eru fjelag út af fyrir sig til eflingar guðsríkinu hjá sjálfum sjer og öðrum og eiga því að starfa saman og biðja saman hver með öðrum og hver fyrir öðrum. Það er alkunnugt, að í veraldlegum efnum tekst mönnum, með því að sameina kraftana í fjelagsskap, að koma því til leiðar, sem hverjum einstaklingi einum sjer er ofvaxið að gera; en þetta sama lögmál ræður einnig í kirkjulegum málum. Mér dylst eigi að margt rnyndi fara öðruvísi fram í söfnuðunum, ef vjer yrðum eigi að dragast áfram með allmarga dauða meðlimi, en þó umfram alt ef þeir meðlimir, sem telja má kristilega lifandi, fyndu allir innilega til þess, að vjer liöfum sameiginlega áhyrgð á því sem aflaga fer, og vildum kannast við það sem vera ber, að annara syndir í fjelaginu eru með- fram vorar syndir og vjer allir í rauninni samsekir. Safnaðar gallarnir eru því líka vorir gallar, en hitt er að svæfa samvisku sína, að kenna jafnan öðrum um það sem miður fer. Vjer þurfum þvi að temja oss allskonar samvinnu og hjálpsemi, hver við annan, þvi að beint með því að leggja eitlhvað í sölurnar vex kærleikurinn til þeirra er fyrir lion- um verður. Það er því kærleikurinn innbyrðis sem vjer þurfum mest að temja oss til eflingar góðu safnaðar- lífi. Aukist hin kristilega ljelagslund, þá mun það og sannast, að kirkju- ræknin fer vaxandi, því þá finna menn meiri þörf á að koma iðulega saman til guðsþjónustu í einingu. Erindi vort í guðshús er yfirleitt í því fólgið, að dýrka Guð sameigin- lega með því að biðja hann saman, lofa liann og þakka lionum saman og svo til að styrkjast sameiginlega af orði lians og anda. Sannir Jesú lærisveinar hafa 3mdi af að vera í návist við Drottinn sinn og nota sjer rækilega náðarmeðul kirkju lians, því þeir finna líka, að án þessa sveltur sálin andlega. Vjer þurfum að koma í kirkju til þess að fá þar and- lega næðisstund og hvíldartíma fyrir sálir vorar. Jeg liefi lieyrt að Eng- lendingur einn, er kunni íslensku, hafi verið í kirkju hjer á landi og eftir islenskri venju verið spurður að, livernig honum hafi geðjast að heyra til prestsins, en hann hafi svarað, að í sínu landi væru menn eigi að fara í kirkju, beinlinis til þess að fá hríf- andi ræður, heldur til þess að losa hugann um stund við heims umsvifin og koma lionum sem best i návist Guðs, til að fá hvíld lijá honum í

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.