Bjarmi - 15.08.1917, Qupperneq 6
126
BJARMI
bjóst til að ganga burtu, en Una gekk
í veg fyrir hana.
»Þú slcalt hlusta á mig«, sagði hún.
»Jeg hefi nú um langa hríð horft á
aðfarir þínar, Elín, þú hefir smeygt
þér inn á milli ástvina, sem dauðinn
einn átli að aðskilja. Þú hefir læst
ldónum utan um lijarta eiginmanns-
ins og jafnframt hefirðu níst með
beittum nöglum háðs og haturs
syrgjandi konuhjarta! Heyrðu orð
mín! Þetta ertu búin að gjöra, og þó
ætlar þú að gjöra meira! Þú ætlar
ekki að hætta fyr en þjer hefir tekist
að hrekja hana alveg brott, ryðja
henni úr vegi þínum, setjast sjálf í
sætið hennar, og hrifsa til þín alt,
sem henni bar, — ást og virðingu
mannsins hennar, hollustu og trygð
hjúa hennar, heill og skjól heimilis
hennar, — en það á ekki að takast.
Guð leylir það ekki. Almættisliönd
hins alvalda Guðs hefir nú tekið í
taumana, og kipt honum frá þjer,
manninum, sem þú varst að reyna
að krækja í, til þess að þú gætir lif-
að eins og blóm í eggi, samkvæmt
eigin orðalagi þínu; og ef þú skipast
ekki við orð mín og ferð hjeðan
tafarlaust frá rúminu hans og úr
augsýn hans, þá þarftu engrar vægðar
að vænta af minni hendi; — þá sýni
jeg öllum brjefið þilt«.
Elín þreifaði í vasa sinn, þegar
liún hjelt að Una tæki ekki eftir því.
Una hló kuldahlálur; »Ó-nei, brjefið
er þar ekki lengur, jeg geymi brjeflð,
það er gott sýnishorn af innrætinu
þínu«.
»()þokkinn!« tautaði Elín og hrann
eldur úr augum liennar, en Una fór
að gæta að hestinum sínum.
Húsfreyja kom úl á hlaðið, og
bauð Unu inn. (Framh.).
Minningarorð.
Hinn 15. júlí f. á. andaðist af lieila-
blóðfalli eða aíleiðingum pess húsfrú
Guðríður Porsteinsdóttir á Þórunúpi í
Hvolhreppi. Hún var fædd í Sleinmóðar-
bæ undir Eyjafjöllum 8. apríl 1849. For-
eldrar Iiennar voru Þorsteinn Olafsson
og Kristín Jónsdóttir, lijón búandi í Stein-
móðarbæ. Föður sinn misti Guðríður sál.
á 11. aldursári með peim sviplega og ó-
vanalega liætti, að hann varð fyrir reiðar-
slagi. En pótt gjöra megi ráð fyrir að sá
sviplegi sorgaratburður liafi haft mjög
mikil áhrif á henuar tilfinninganæma
barnshjarta, pá breytti liann pó eigi að
sama skapi hennar ytri högum, pví að
móðir hennar giftist aftur liinum alkunna
sæmdar- og dugnaðarmanni Sigurði Árna-
syni í Steinmóðarbæ, er enn liíir. Iljá
peim ólst Guðríður sál. upp, par til hún
giftist 29. júní 1872 eftirlifandi manni sín-
um Sigurði Sighvatssyni alpm. Arnasonar.
Reistu pau hjónin bú á Scljalandi, par
sem pau bjuggu í 6 ár, en iluttu svo að
Rórunúpi í Hvolhreppi og bjuggu par
síðan. Börn eignuðust pau bjón 5; Krisl-
ínu, Sighvat, Porslein, Sigurð og Sigfús.
Af pessum börnum eru að eins 2 á lífi:
Porsteinn, sem ávalt hefir verið heima
hjá foreldrum sínum, og Sigfús, er lokið
hefir prófi í kennaraskólanum og stundað
heíir barnakenslu í Fijótshliðarhreppi nú
um 4 ára tíma. Af peim sem dáin eru dó
eitt, Sigríður, í bernsku, en hin uppkom-
in: Kristín, gift Einari hreppsljóra Ein-
arssyni í Garðsauka, og Sighvatur, ógiftur
um tvítugt. Voru pau systkin mjög harm-
dauða, ekki að eins foreldrum, lieldur
öllum er pau pektu, par livort var öðru
belur gefið. — Að pví er ytri liag eða
efnin snertir fyrir peim hjónum Guðriði
sál. og Sigurði, pá var hann hinn besti
og blómgaðist æ meir og meir með ári
hverju, enda voru pau hjónin samtaka
mjög í öllum dugnaði, ráðdeild og reglu-
semi. En pað sem allra helst einkendi
Guðriði sál., var liennar göfugi og góði
innri maður. »Skart hennar var aðallega
liinn huldi maður lijartans í óforgengi-
legum búningi hógværs og kyrláts anda,
sem dýrmætt er í augum Guðs«. (1. l’jet.
3, 4). í gróðrarreiti innilegrar trúar spruttu
peir ávextirnir, er svo mjög einkendu