Bjarmi - 15.08.1917, Qupperneq 8
128
BJARMI
Hver eyru hefir að heyra.
Ekki mun liver sá, er við mig segir:
herra, herra, ganga inn í himnaríki, held-
ur sá, er gjörir vilja míns himneska föður.
(Matt. 7, 21).
Mjer virðist vera kominn sá timi, sem
menn þola ekki hina heilnæmu kenningu.
(Sjá 2. Tím. 4, 3). Jóhannes skírari kom
á vegi rjettlætisins og prjedikaði: Gjörið
iðrun, berið ávöxt samhoðinn iðraninni.
Oxin er pegar lögð að rótum trjánna og
verður pá hvert pað trje, sem ekki ber
góðan ávöxt, upp höggvið og pví í eld
kastað. — Jesús kom og prjedikaði fagn-
aðarboðskapinn um Guð ogsagði: Gjörið
iðrun og trúið fagnaðarboðskapnum. (Sjá
Mark. 1, 15). Sá, sem trúir og verður
skírður, mun hólpinn verða, en hver, sem
ekki trúir, mun fordæmdur verða. (Mark.
lö, 16). Jeg er ljós í heiminn komið, sagði
Jesús, til pess að hver, sem á mig trúir,
sje ekki í myrkrinu. — En fyrir hugdeiga
og vantrúaða og viðurstyggilega og mann-
drápara og frillulífsmenn og töframenn
og skurðgoðadýrkendur og alla lygara,
peirra lilutur mun vera í dýkinu, sem
logar af eldi og brennisteini, sem er hinn
annar dauði. (Op. 21, 8). — Pegar Drottinn
Jesús opinberast af himni með englum
máttar síns i logandi eldi og lælur hegn-
ingu koma yfir pá, sem ekki pekkja Guð,
og yíir pá, sem ekki hlýða fagnaðarerind-
inu um Drottin vorn Jesú, pví að peir
munu sæta hegningu, eilífri glötun, fjarri
augliti Drottins og fjarri dýrð máttar
lians, pá er hann kemur á peim degi til
að sýna sig dýrðlegan i sinum heilögu
og dásamlegan í öllum, sem trúað hai'a.
(2. í*ess. 1, 7—10). Það er merki á hverj-
um manni, sem liefir meðtekið Jesúm í
trúnni sem einasta frelsara sinn og Drott-
in, hann tekur sinnaskifti, gengur í nýju
líferni. Ilver sem er í Kristi, hann er ný
skepna, pví að fyrir trúna á .Icsúm öðl-
ast maður andann. En ávöxtur andans er
kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska,
góðvild, trúmenska, hógværð, bindindi.
Gegn slíku er ekkert lögmál. En peir, sem
eru Krists Jesú, liafa krossfest hold sitt
með ástríðum pess og girndum. (Gal. 5,
22—24). Ef vjer segjum: vjer höfum sam-
fjelag við liann, og göngum pó i myrkr-
inu, pá Ijúgum vjer og iðkum ekki sann-
leikann. En ef vjer göngum í ljósinu, eins
og hann er sjálfur i ijósinu, pá höfum
vjer samfjelag hver við annan og blóðið
Jesú Krists Guðs sonar hreinsar oss af
allri synd. (1. Jóh. 1, 6—7). Hver, sem
fyrirlítur petta, fyrirlitur ekki mann, held-
ur Guð, sem hefir gefið oss sinn heilaga
anda. Jeg liefi fundið Drottin Jesú, sem
elskaði mig og gaf silt líf fyrir mig. Hann
er sá Guð, sem gjört hefir himininn og
jörðina, sjóinn og alt, sem í honum er.
(Post. 4, 24). í samfjelaginu við hann á
jeg eilíft líf, endurlausnina, fyrirgefningu
syndanna (sbr. Kól. 1, 14). Komið pví allir
til Jesú og Iátið frelsast. Honum sje dýrð
frá eilífð til eilífðar. Amen.
Svo vil jeg setja lijer vers úr Passíu-
sálmunum til allra, sem prjedika Guðs orð :
»Þú, Guðs kennimann, penk um pað,
par mun um síðir grenslast að,
hvernig og hvað pú kendir.
Að lærisveinum mun líka spurt,
sem Ijet pitt gáleysi villast burt.
Ilugsa glögt hvar við lendir.
Jesús vill að pín kenning klár
kröftug sje, hrein og opinská,
lík hvellum lúðurhljómi.
Launsmjaðran öll og hræsnin hál
hindrar Guðs dýrð, en villir sál,
stralfast með ströngum dómi«.
Hver eyru hefir að lieyra, hann heyri!
Krislján Á. Ste/ánsson,
Bolungarvik.
í Ií r i s t n i b o ð s sj ó ð hafa gcfið síðan
seinast var auglýst: H. H. 10 kr. Maria Jóns-
son 5 kr. Kona í Vestm.eyjum 50 kr. Nokkrir
verkamenn 5 kr. Guðvör Sigurðard., Guð-
vör Pálsd. og Jón Pálsson alls 5 kr. Lilja
2 kr. Afhcnt af sr. E. P. Breiðabólsstað:
13,50 frá Breiðabólstaðarsöfnuði í Fljóts-
hlið og 13 kr. frá Hliðarendasöfnuði. Frú
E. F. Akureyri 5 kr. Kona Ak. 5 kr. E.
S. K. Reykjarfirði 10 kr. í. F. Svanshóli
5 kr. Fermingarbörn í Mýrdalspingum
vorið 1917 (afhent af præp. hon. Porv.
Porv.s.) 25 kr.
SA-MEIlVIIVGrlIN', mánaðarrit hins ev.lút. kirkjuf. ísl. 1 Vesturheimi. Rit-
stjóri: Björn B. Jónsson í Winnipeg. 24 arkir árg. Verð hér á landi 2 kr. Um-
boðsm. á Islandi S. Á. Gíslason, kand. theol. Box 62 Rvik. Simi 236. Pcir, sem skulda
fyrir blaðið, eru beðnir að borga pað sem fyrst.
Prentsmlðjan Gutenberg.