Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1917, Síða 2

Bjarmi - 01.12.1917, Síða 2
178 BJARMI Jesús sem barnavinur. Á jólunum Jesús fæddist, í jötu var í'úmið hans; en englarnir sungu og syngja í sálu hvers dauðlegs manns. Því hann var í heiminn sendur á heilagri jólanótt að minka hjá okkur öllum það alt, sem var dimt og Ijóll. Hann þekli hvað var að vera svo veikt og svo lítið barn; hann blessaði börnin litlu; svo blíður og líknargjarn. Hann brosti þeim eins og bróðir, og bros hans var dýrðleg sól. Hann fól þau í faðmi sínum i og flutti þeim himnesk jól. Hann sá inn í sálir þeirra, hann sá þeirra hjartaslátt; hann gladdist með þeim í gleði og grjet ef þau áttu bágt. Þau komu til hans í hópum og hvar sem hann fór og var, þá fundu þ’a'ð blessuð börnin að bróðurleg liönd var þar. Og því verður heilagt haldið í hjarta og sálu manns um eilífð í öllum löndum á afmælisdaginn lians. Sig Jiil Jóhannesson. (Ur bnrnahlaðinu »Sólsl[in«, 7. des. 1!)1G). Sonarfórn. Jólasaga eftir Guðrúnu Lánisdóllur. Sveinn litli sat þungt hugsandi hjá eldavjelinni í eldhúsinu. Mamma hans hafði falið honum að gæta að grautn- um, að hann brynni ekki við og að liann syði ekki upp úr pottinum; sjálf skrapp hún í búð og lofaði Siggu litlu að koma með sjer. Enginn var því heiina annar en Sveinn litli og bróðir hans, ársgamall, sem svaf í herbergi inn af eldhúsinu; auðvitað átti hann einnig að gæta bróður síns. Þótt skyldustörf Sveins væru æði vandasöin og fullerfið honum, ekki eldri en hann var, tæpra 10 vetra gamall, þá voru það eiginlega ekki þau, sem ollu honum áhyggju. Nei, það var alt annað, sem Sveinn var að hugsa um. Óðum leið nær jólunum. Blessuðum jólunum! Sveinn var vanur að hlakka til þeirra alt árið, og tilhlökkunin hafði aldrei brugðist honum. Öll jólin, sem hann mundi eftir, voru hver öðrum fegurri og gleðilegri. Jólin í fyrra! En hvað hann mundi glögt eftir þeiml Þá var mikið um dýrðir fyrir honum og Siggu litlu, þá fengu þau bæði ný, falleg föt, og sitt af hverju í jólagjöf. En nú var alt öðru máli að gegna, og Sveinn stundi þungan. En ekki gátu blessuð jólin að þvi gjört, þótt heimilið hans væri orðið alt öðruvísi en það var í fyrra, — þó að mí væri sorg, þar sem þá var gleði, — þó að á þessum jólum gæti ekki logað á jólakertunum heima hjá honum vegna þess að — — já, vegna hvers? Sveinn strauk lófanum um ennið á sjer, eins og hann vildi strjúka burtu ömurlegu hugsanirnar, sem settust að honum, en þær fóru hvergi og drengurinn hjelt áfram að hræra í grautnum og hugsa. »Þá drakk pabbi ekki, þá kom liann heim með vikukaupið sitt óskert, þá var altaf nóg til að borða, þá lá altaf vel á möminuK. — Pá var heimilið eins og bjartur sælureitur. . En nú? »Síðan pabbi kyntisl þeim, þessum

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.