Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1917, Síða 3

Bjarmi - 01.12.1917, Síða 3
BJARMI 179 vondu mönnum, sem einlægt eiga vin og altaf gátu gint hann til þess að kaupa það af sjer og drekka það, þá hætti hann að koma heim með peninga, þá hvarf brauðið Iíka af borðinu og þá hætti að liggja vel á mömmud, Pá flýði gleðin og friðurinn hvarf á burt af heimilinu. Það allra versta var þó enn eftir. Sveinn litli þerraði tárin af augum sjer með treyjuerminni sinni. — »Kvöldið, sem lögregluþjónarnir komu og sótlu hann pabba«. Sveinn hafði staðið skjálfandi á bak við hurðina á meðan þeir voru að tala við mömmu hans; hann heyrði ekki nærri alt, sem þau töluðu, en lionum skildist það, að »pabbi hefði verið drukkinn og gjört eitthvað ósköp Ijótt, — og það átti að fara með liann á »konlórinn««. Hann hafði einskis spurt þegar mamma hans kom inn aftur, en hann sá að það setli að henni skjáll'ta þegar hún hnje niður á eldhússtólinn. Sigga litla greip í hendina á henni: »Er þjer ilt, mamma?« sagði hún; en Sveinn litli vissi vel, að mömmu var ekkert ilt, — það var annað langtum, langtum verra, sem gekk að henni, — hún var gagntekin af harmi, kvíða og angist. »Hvar er hann pabbi?« hafði Sigga litla þá hrópað, en þeirri spurningu svaraði enginn. í sömu svifum kom hann inn, og aldrei nokkurn tíma gat hann Sveinn litli gleymt hvernig hann leit þá út. Hann pabbi óhreinn og i rifnum fötum, ataður blóði og leðju, svo að tæplega sá í andlit honum! Flóltalegur á svip, reikandi á fótunum, loðmæltur, og alt, alt öðru- vísi en hann hafði verið nokkurn tíma fyr. Og svo tóku lögregluþjónarnir hann og löbbuðu burt með hann á milli sín. Og daginn eftir höfðu strákarnir í »bekknum« hans strílt honum óspart með því að nú væri pabbi hans kom- inn í »svartho!ið«. »Hvað gjörði hann? Því var hann seltur inn«. Spurningarnar ómuðu í sífellu fyrir eyrum drengsins. Sveinn lilli var að vella þessu fram og aftur í huga sínum, og jafnframt vöknuðu áhyggjur út af framtíðinni. Hver átti að vinna fyrir brauðinu? Hver átti að sjá um fatnaðinn, húsa- leiguna, allar þarfirnar? Og hvernig ætli jólin verði, úr því svona hörmu- lega var ástalt? »Ef þú værir ögn stærri, gætir þú hjálpað henni mömmu þinni«, sagði presturinn við hann, daginn sem pabbi fór. Og livað honum sveið það að vera lítill og geta ekki hjálpað mömmul Hann braut lieilann og hugsaði, en altaf fann hann það betur og betur, að hjer var við ofurefli að etja, sem ofvaxið var veikum barnskröftum. Sveinn litli grjet og grúfði andlilið í höndum sjer. En þá iæddist ofur- lítill Ijósgeisli inn í hugskot hans. Það var ljúfur og hýr jólaboðberi, sem livíslaðí þýtt að grátandi drengn- um: »Guð getur hjálpað 1« Og Sveinn litli greip hugsunina fegins hendi. »Guð getur hjálpað. Hann getur leyst pabba úr varðhaldinu. Hann getur geíið gleðileg jól«. Og hugsunin varð að innilegri barnabæn. Þegar mamma hans kom heim úr búðinni, sat Sveinn litli á gólfinu með bróður sinn í fanginu og söng bástöf- um jólasálma. Mamma hans nam staðar í dyrunum og horfði á bræð- urna, og allra snöggvast voltaði fyrir brosi á vörum hennar. Hún kysti á kollinn á Sveini og þakkaði honnm fyrir dugnað hans; Sveinn litli var svo óvenjulega hýr í bragði, hún

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.