Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1917, Síða 6

Bjarmi - 01.12.1917, Síða 6
182 BJARMI króna seðli í lófa lians. Sveinn hljóp Ijettfættnr heimleiðis, en lögreglustjór- inn setlist aftur hjá skrifborðinu sínu. »Víst á hann það skilið«, tautaði hann fyrir munni sjer. »Sviphreinn litli snáðinn! — Vonir hans mega helst ekki bregðast«. Jón sat dapur í bragði á rúmflet- inu í fangaklefanum og starði þungt hugsandi fram fyrir sig. Fangavörðurinn var nýfarinn frá lronum og hafði fengið honum kerti og laumað til hans einhverju góðgæli, sem Jón hafði ekki snert á. »Jólin eru bráðum komin«, sagði hann um leið og hann læsli dyrun- um, og Jón heyrði fótatakið hans, þegar hann þrammaði eftir fangelsis- ganginum. Svo varð þögn. Hann hrökk við, þegar hann heyrði jólin nefnd, og hugur hans nístist af sorg og trega og hvarflaði til lið- inna stunda. Heim til konu og barna, þegar heimiíisfriður og gleði sat í öndvegi og ástin sjálf vermdi hjört- un. Hann stundi þungan. Þannig hefði það getað verið altaf. Hverju var ólánið að kenna? Hver átti sök á breytingunni? Og nú kom hún í hug hans, konan, sem liann unni þrátt fyrir alt og alt, konan, sem hann hafði brugðist svo hraparlega á ýmsan hátt. Henni var það ekki að kenna. Hversu góð og stilt var hún ávalt! Þolinmóð og elskurík, ástúðleg í viðmóti og umhyggjusöm í smáu og stóru, og það þó hún gengi als á mis. Nei, henni var ekki um að kenna! Og þó elskaði hann hana, og margofl ásetti hann sjer að hætta að drekka og reyna af fremsta megni til þess að gjöra líf hennar viðunanlegt; hann einsetti sjer oft að bæta úr brotum sínum, en það mis- tókst altaf. Glaumur og ginningar lagsbræðranna náðu valdi á honum, og freistingarnar urðu lionum yfir- sterkari hvað eftir annað. Þó hafði aldrei tekist svona illa til fyrir honum eins og í þelta skifti. Hann leit í kringum sig. Steinveggir fangaklefans sögðu honum: Þú ert fangi. Blóðið svall í æðum hans; harðlæst hurðin og lilli glugginn uppi undir þaki, sögðu hið sama. Óbóta- maöur, lögbrjótur, hættulegur maður, sem siðsemi og velsæmi slóð stuggur af! Hann titraði af ofsalegri geðs- hræring. Og heima í fálækum, köldum hí- býlum sitja’ vinir hans. Konan og börnin væta brot hans með beiskum tárum! Skelfileg tilhugsun. Ömurleg- ar hugsanir Ijetu hann engan frið fá, — hjer var staðurinn rjettkjörinn til þess að kryfja til mergjar eigin gjörðir. í ofsa og óviti vínnautnarinnar skeði það. — En var það nokkur afsökun? Gat hann ekki gætt sín, varað sig á manni þeim, sem jafnan lagði snörur á leið hans og flækti i þeim mannorð hans og peninga, heimilisgleði hans og alla farsæld. Ógurleg heift hefði gagntekið hann, óstjórnleg löngun til þess að hefna sín rækilega á honum þessum manni, pukurssalanum, sem þvert ofan í lög landsins hafði selt honurn rándýrt vínið og flett hann bæði að fje og sjálfsstjórn. Hann rjeð ekki við sig, og hann skeytti því engu, hvort á- verkinn var mikill eða ekki, — liefnd þráði hann, hefnd þurfti liann að fá, hvað sem hún kostaði. Og þetta hafði hún kostað. Sekt. Fangelsisvist. Mak- leg voru málagjöldin. Það vissi hann vel. Öll böndin bárust að honum ein- um. Pukurssalinn slapp. Hann þótt- ist saklaus, »liafði ekkert vín selt« og vitnin vantaði. En áverkinn bar þegjandi vitni um ofbeldisverkið og það nægði til þess að byggja á dóm- inn, er Jón hlaut.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.