Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1917, Síða 9

Bjarmi - 01.12.1917, Síða 9
BJARMI 185 leika opnaði hann manninum leið. Og af kærleika og miskun bjó hann honum frelsi. Hjá Jesaja Iesum vjer þetla: »Ávalt þegar þeir voru í nauðum staddir, kendi hann nauða, og engill auglits hans frelsaði þá. Af elsku sinni og vægðarsemi endurleysti hann þá, hann tók þá upp og bar þá alla daga hinna fyrri tíða« (63, 9). — í öllum nauð- um þeirra kendi hann nauða. Þú getur ekki gjört á hluta nokkurrar skepnu Guðs, nema þú um leið gjörir á hans hlut. Hann er lifandi faðir þeirra allra. Hugsum okkur ástríka foreldra, er barnið þeirra kvelst af hitaveiki: hve fegin vildu þau ekki nema burtu veik- ina frá barninu sinu og bera hana sjálf! Fegins liugar mundi móðirin vilja taka á sig þjáningar elskaða barnsins síns. — Slík er móðurástin! Hve sárt hún finnur til, barnsins vegna, og hve fegin hún vildi líða i þess stað! Minnumst líkingarinnar um móðurina, sem hjúkrar ■ barni sínu, hún á við Guð. I öllun nauð- um þínum kennir hann nauða, — sérhvern sársauka ber hann með þjer. Sonurinn kom úr skauti föðursins, til að endurleysa oss frá sorgum heimsins. Mjer er það óskiljanlegt, hvernig nokkur sá, er hefir kynt sjer biblíuna, gelur risið upp og sagt, að liann fái ekki sjeð að Guð sje kær- leikur. »Meiri elsku hefir enginn en þá, að hann leggur lif sitt í sölurnar fgrir vini sina<.<. (Jóh. 15, 13). Jesús Kristur lagði í sölurnar lif sitt á krossinum. Og í dauðastríðinu hróp- aði liann og bað: »Faðir, fyrirgef þeim! því þeir vila ekki hvað þeir gjöra« (Lúk. 23, 34). Þetta er óum- ræðilega dásamlegur kærleiki! Við mundum hafa beðið um eld af himni til að tortíma þeiin. Við mundum hafa óskað þeim öllum í eilífan kvala- stað. En Guðs sonur hóf rödd sína og bað: »Faðir, fyrirgef þeim! þvi þeir vita ekki hvað þeir gjöra«. »Jeg sje ekki nje skil hvernig það má vera, að liann elski okkur«. Þannig andvarpar þú. — Hverra frek- ari sannana óskar þú? »Jeg er ekki verðugur þess, að vera elskaður«, segir þú. Það er satt. Því get jeg samsint. Og hann elskar þig ekki af því, að þú eigir það skilið. Minnumst vorra eigin vina og vandamanna — kærleikans, sem þar kemur í Ijós, og það mun hjálpa oss til að skilja hinn guðdómlega kær- leika. Hugsum okkur móður, sem á niu börn, öll góð — nema eitt. Það er »týndur sonur«. Hann gengur á glapstigum og iðkar alt sem Ijótt er. Mundi nú ekki móðirin elska þennan týnda son sinn eins mikið eða jafn- vel meir en öll hin börnin til sam- ans? Meðaumkunin margfaldar ástina til lians. Vinur minn var nýlega staddur hjá fjölskyldu, þar sem margir voru sam- an komnir og sátu við gleðilegar sam- ræður. Hann tók eftir því, að hús- móðirin virtist vera döpur í bragði og að hún vjek sjer oft frá. Hann sætti færi og spurði hana, hvað að henni amaði. Hún tók hann þá með sjer inn í afskekt herbergi, þar sem sonur hennar var, og sýndi honum hann. — Hann lá þarna, vesalings drengurinn, hörmulega leikinn eftir fangbrögð syndarinnar. Hún mælti: »Jeg á miklu erfiðara með hann ein- an, en öll hin. Hann liefir vilst langt burlu, en minn drengur er hann enn«. — Hún hjelt áfram að elska hann, þrátt fyrir alt. — Svo er einnig um Guð: liann etskar þig enn. Sannarlega ætti það að vera okkur næg hvöt til iðrunar og afturhvarfs, er vjer heyrum því lýst, livílíkur kær- leikurinn er. Við finnum til þess, að

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.