Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.01.1918, Side 6

Bjarmi - 01.01.1918, Side 6
4 BJARMI í fyrsta lagi þurfa kirkjurnar að verða visllegri en þœr eru gfirleitt. — Margar eru ofnlausar en »ofnlaus kirkja er ekki hæf til guðsþjónustu- halds nú á tímum«. Flest vantar í kirkjurnar »er gleður augað og lyftir huganum til hæða«. »Nú eru kirkjur víðast málaðar að innan — en hví- lík hörmung er einatt sú málning«, altarisbríkurnar víða skrípamyndir. »Kirkjurnar venjulega gersneyddar allri prýði«. Skorar biskup svo á prestana að gangast fyrir því að úr þessu sje bætt. í öðru lagi þurfa guðsþjónusturnar að verðu háliðlegri og um leið upp- bgggilegri jgrir söfnuðinn. — Altaris- þjónusta prestsins og kirkjusöngur á að vinna að því. Það er »sannfæring mín að þeir prestar, sem eru radd- lausir, eða svo ósöngnæmir að þeir ráða alls ekki við rödd sína, eigi alls ekki að tóna, heldur lesa bænirnar og textana«. Enda hafi hann sjálfur oft heyrt þá svo vel lesna að fagurt tón hefði ekki liaft betri áhrif. Kirkjusöngnum hefir að vísu farið fram síðustu mannsaldrana en er þó talsvert ábótavant. Messuföll verða af því að »söngmenn vantar«, og söfn- uðirnir eru sálmabókarlausir svo að mikið vantar á almennan safnaða- söng, sem þó á að vera takmarkið sem prestar og söfnuðir eiga að vinna að. »Þriðja atriðið, sem öllu öðru frem- ur ber að vinna að, er að prjedikun- in, sem flutt er, fullnægi sem best trúarþörf safnaðarins« (bls. 15). Innihald kristilegrar prjedikunar er fagnaðarerindi Guðs, en það er ekki sama sem rjetltrúnaður eða »hrein kenning«, heldur ekki siðkenning ein nje alþýðleg biblíuútlegging. »Fagn- aðarerindi Guðs er Jesús Kristur sjálfur«. »Hin kristilega prjedikun er ekki kristileg nema hún sje Kristsprjedikun. Með því á jeg ekki við Kristsprje- dikun þar sem algóður og almátt- ugur Guð, faðirinn, hefir orðið að þoka fyrir Kristi, syninum. Slík prje- dikun væri síst í. anda hans, sem kom í heiminn til þess að opinbera oss föðurinn og var sjálfur lifandi opinberun hans. En við þess konar rangri Kristsprjedikun hættir þeim helst, sem eru allir í því að boða Krist játningarritanna og rjetttrúnað- ar fræðikerfanna. Hinum, sem borið hafa gæfu til að koma auga á hina dýrlegu Kristsmynd guðspjallanna, er miklu síður hætt við slíku, eða rjett- ara sagt, þar verður hættan sama sem engin. Því að enginn gelur prje- dikað Krist guðspjallanna án þess að prjedika um leið föðurinn, föður Drottins vors Jesú Krists og vorn« (bls. 17). Sú prjedikun er ávalt jafn iímabœr. »Guðfræði — ný eða gömul, það stendur á sama — hrein guðfrœði á yfir höfuð ekki heima| í prjedikun- arstólnum. Kristindóm eigum vjer að prjedika en ekki guðfræði. Ekki svo að skilja, sem jeg álíti að hægt sje að prjedika svo að prjedikun vor beri ekki einhvern keim þeirrar guð- fræði, er vjer höfum numið — en milli þess og hreinnar guðfræðiprje- dikana er mikið djúp staðfest« (bls. 19). yyPrjedikun vor á ekki að vera frœði- furirlestur heldur lifandi vitnisbnrður«- (bls. 19). Auk þessara þriggja meginskilyrða fyrir betri kirkjurækni, nefnir biskup »að prestar prjedikuðu i viðlögum hver hjá öðrum og að fenginn yrði /arandprjedikari sem væri bæði prest- vígður og orðlagður kennimaður. (Frh.).

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.