Bjarmi - 01.04.1918, Page 5
BJARMI
53
glöggt liversu umhorfs var i herberg-
inu. Húsgögnin voru af skornum
skamti, en eigi að síður var vistlegur
blær á herberginu. Yfir borðinu, sem
þakið var blöðum og bókum, hjekk
andlitsmynd af móður lians, sem
hann hafði látið gera eftir, að hann
»komsl í útlegðina«, eins og hannkomst
slundum sjálfur að orði, þegar hann
átli tal við Tómas vin sinn. Og yfir
dyrunum hjekk saumað spjald með
ritningargrein, það liafði Helga syslir
hans gefið honum í jólagjöf seinustu
jólin, sem hann var heima.
»Guð er kærleikur«. Hann las orðin
aftur og aftur, og jafn margar óskir
fæddust í hjarta hans um það, að
veslings Helga litla systir hans kæmi
auga á kærleika Guðs. Hún kom sjálf
með spjaldið til hans, nokkru eftir
að hann fór að heiman; hann hafði
gleymt því heima, og var eiginlega
búinn að einselja sjer, að sækja spjald-
ið einhverntíma, en Helga varð fyrri
til. Hún var kátínan sjálf eins og
vant var, og lét dæluna ganga á
meðan hún stóð við um alt og ekkert.
Ragnar virti liana nákvæmlega fyrir
sjer. Var hún nokkuð breytt eftir
þennan stutta tima? Einungis örari
og málskrafsmeiri en vant var? Eða
var það hann sjálfur, sem var orðinn
svo óvanur að hlusta á masið i henni?
»Af liverju glápirðu svotia á mig?«
spurði hún þá all í einu. »Heldurðu
að jeg sje full?«
Honum varð dauðbilt við. Drukkin!
var hún það? Og enn þá — löngu
síðar — mörgum vikum eftir að Helga
varpaði að honum þessari nöpru
spurningu, fanst Ragnari hann liorf-
ast í augu við sorglega staðfestingu
i orðasveiminum, sem liafði einnig
náð eyrutn hans um það, að Helga
systir hans væri farin að »súpa á«.
(Frarnh.).
Um kristnihald eftir 1850.
Eftir sr. Gullorm Vig/ússon, Stöð.
II.
Með þvi að Bjarmi hefir mælst til að
jeg, sem nú er þegar 73 ára að aldri, ljeti
honum í tje það sem jeg man frú næst-
liðinni öld um kristnihald hjer á landi í
þeini hjeruðum, sem jeg dvaldi í, bæði á
undan skólaárum mínum og eftir að jeg
varð þjónandi prestur, svo sem fyrst í
Fljótsdalshjeraði, þar sem jeg ólst upp
til þess er jeg var 18 ára, síðan í Skaga-
firði, Eyjatirði, Norðurþingeyjar-prófasts-
dæmi og nú síðustu 30 árin hjer i Suður-
múla-prófastsdæmi, þá er mjer Ijúfl að
skýra honura frá nokkruin greinum þessa
máls, sem vaka i endurminningu minni,
eftir því sem jeg veit sannast vera og
rjettasl.
Ilinar lielstu tegundir kristnilialdsins,
sem jeg vil drepa á, eru þessar: Mess-
urnar óg kirkjuræknin, og í sambandi
við það koma innleiðslur og fyrirbænir
fyrir sjúkum, altarisgöngurnar og þjón-
usta sjúkra i lieimahúsum; því næst hús-
lestrarnir, húsvitjanir presta, barnaupp-
fræðingin, brúðkaupin með því helgi-
haldi, er þeim voru samfara, bæna-siðir,
trú og siðferði, guðrækni og reglusemi
presta og safnaða. Alt hið ujiptalda voru
andleg bönd, er á siðastliðinni öld, að
minsta kosti fram yfir 1870 og sumstaðar
nokkuð lengur, jafnvel fram að aldamót-
um, tengdu saman presta og söfnuði. Fess
utan voru veraldlegu böndin, sem lijeldu
þessum tveim aöilum saman. Prestarnir
innheimtu sjálfir tekjur sinar beint úr
vasa safnaðanna. í allri sveitastjórn voru
prestarnir jafnan í og með hreppstjórun-
um, einkum hvað bókfærslu og reikninga
snerti.
Mörg af öllum þessum andlegu og ver-
aldlegu viöskiftaböndum eru nú með öllu
slitin og upphafin af þingi og þjóð, eða
af breyttum aldarhætti, og þau fáu, sem
enn við loða, miklu veikari og haldminni
en áður var.
Konuinnleiðslur og sjerstakar fyrir-
bænir fyrir sjúkum, altarisgöngur og þjón-
usta sjúkra, þaö er nú alt niðurlagt eða
stendur á stöku stað með sáralitlu lifs-
marlci; hin andlega þörf safnaðanna fyrir
það með öllu útdauð; húslestrum ekki
haldið uppi, hvorki á virkum eða helgum