Bjarmi - 01.04.1918, Qupperneq 7
BJARMI
55
breyltar trúarskoðanir at'máð að mestu.
En alt þetta hafði áður mikil áhrif á
kirkjuferðirnar eða^messu' fjöldann.
Alt fram á síðasta tug 19. aldarinnar
stóðu messurnar talsvert lengur yíir en
nú; þá var svo margt, sem lengdi þær,
stundum það, að ræður sumra þresta
voru afarlangar og þess utan seint born-
ar fram. Engar fratnburðarreglur kendar,
fyr en prestaskólinn var stofnaður. En
það sem mest teygði guðsþjónustuna,
voru hinar mörgu fyrirbænir af stól,
skriftamálin fjTrir embætti og altarisgöng-
urnar, barnaskírnir í kirkju og barna-
spurningar á kirkjugólfi (sem þó hvort-
tveggja fóru að verða æ sjaldgæfari eftir
1860, óvist hvers vegna). Af hinni löngu
guðsþjónustu má vera að leitt hafi það,
að meira ráp út og inn um kirkjuna átti
sjer þá stað, en nú, og meiri ókyrð hvíldi
yfir guðsþjónuslugjöröinni yfirleitt. En þó
var drykkjuskapurinn lijer verstur vöftur
í vaðmálinu, að þvi er til siðl'erðisins
kom undir guðsþjónustugjörðinni. Purfti
ekki marga óreglumenn lil að spilla góð-
um siðum. Nokkrir höfðu brennivínspela
í vasanum, og áttu undir guðsþjónustunni
erindi út úr kirkjunni til þess undir
kirkjuveggnum að súpa á pelanum. Frá
þessum mönnum átti sjer einkum stað
lágskraf inni i kirkjunni undir sjalfri
prjedikuninni, og sjerstaklega þegarbarna-
spurningarnar byrjuðu á gólfinu í fram-
kirkjunni eftir að búið var að syngja
sálminn ofan úr stól. (Framh.).
fí---------------
Raddir almennings.
-■ .......... —jj
Eftirbreytnisvert.
Kenslukona skrifar 17/12 f. á.: » . .. Ann-
ars er kirkju- og kristniliald likt hjer og
að undanförnu. Sra (N. N.) prjedikar yfir
hálftómum bekkjum. Guð gefi að bráðum
verði breyting á því, svo að; sannur guðs-
ótti og kærleiki gagntaki björtu manna.
Ef þeir vissu livilíku hnossi þeir hafna
með þvi, að lítilsvirða og hafna kenning-
um og náðarboðskap frelsarans og hví-
líka unun og hvíld er hægt að fá með
bæninni! Það liefi jeg svo oft reynt; í
sumar var jeg t. d. einu sinni í slæmu
skapi, fanst gengið á bluta minn og mjer
gjört rangt til og leið mjer mjög illa eins
og ætíð, er óvildarneisti fær að setjast
að i huga manns, þá fanst rnjer alt í einu,
sem hvíslað væri að mjer: »þetta batnar
ekki fyr en þú biður Drottin að lijálpa
þjer«, jeg lagði frá mjer lirífuna og gekk
á afvikinn stað, kraup á knje og bað
Drottinn að eyða óvild og leiðindum úr
liuga mínum, og jeg fjekk bænheyrslu þá
samstundis og sneri aftur til fólksins glöð
og hress í huga«.
Nokkur bænarvers.
Sálar mín sjón, um sæinn og frón
nú starir á styrjaldar æfi,
með hræðslu og lirylling
á hamfarar trylling,
á sáranna, táranna svæði.
Er ekki neitt, er getur breytt
ilskunnar eldverka grúa,
og heftir morðhöndu
og hörmunga vöndu
sem böli í blessun kann snúa?
Hæstum á slól, er helg náðar sól
Guð faðir, Guðs son, Guðs andi,
þangað skal snúa,
og því einu trúa
að bót fmni böl hvert og vandi.
Er sviðu min sár, sæt bænar tár,
jeg sendi þjer, bróðir minn blíði,
ástkæri Jesú,
ætíð mjer gafst þú
liuggun og styrk þá í stríði.
Friðþæging þín fyrir og pín,
bænlieyr mig bróðir og herra,
lát stríðið linna,
lát alla finna,
að náð þín í neyð ei kann þverra.
Frelsisins sól að föðurs hástól,
berðu fram bænina mína,
að blóðuga undu
og blóðþyrsta mundu
stöðvi og stríð Ijeti dvina.
Friðarins lind, friðar þín mynd
sje þrykt inn í þjóðanna hjarta
með sátt og samlyndi
sannan frið bindi
og leiði á ljósveginn bjarta.