Bjarmi - 01.04.1919, Page 3
BJARMI
51
Söfnuðurinn íslenski í Winnipeg koin
ekki upp sinni kirkju fyr en 3 árum
síðar, og kirkjan, sem sá söfnuður á
nú, var ekki bygð fyr en árið 1904.
Allflestir íslensku söfnuðirnir eiga
nú myndarlegar kirkjur, þótt töluvert
vanti á að þær sjeu allar með lútersku
sniði. Einstaka söfnuður er þó enn
leiguliði, lánar fundarhús eða kirkju
annars safnaðar til guðsþjónustuhalds.
Eignir safnaðanna i kirkjufjelaginu,
aðallega kirkjurnar, eru taldar nú um
150 þús. dollara virði, og skuldir á
þeim ekki nema um 16 þús. dollarar,
og er það mikill munur eða var á
frumbýlingsárunum.
Oss hefir stundum verið sagt hjer
heima, að kirkjur landa vorra í
Vesturheimi væru öllu líkari sam-
komuhúsum en lúterskum kirkjum,
og er talsvert til í þvi víða hvar.
í mörgum íslenskum kirkjum er
hvorki altari nje prjedikunarstóll, en
fyrirkomulagið mjög likt og er í
reformertum kirkjum. Presturinn og
söngflokkurinn er á upphækkuðum
palli »í kórnum«, og presturinn stend-
ur við ræðupúlt á meðan hann flytur
ræðuna og fastsetlar bænir og ávörp,
er söngflokkurinn svarar. Söfnuðurinn
stendur undir sálmasöngnum, en situr
meðan guðapjall er lesið.
Sjálfur kunni jeg miklu betur við
Þser kirkjur, sem voru með fullu
lútersku sniði; eins og t. d. í presta-
halli sira Friðriks Hallgrimssonar,
°g var alveg hissa á þvj, að kirkja
^yrsta lúterska safnaðar í Winnipeg
skyldi ekki vera það einnig. — Norð-
Kiannakirkjurnar lútersku, sem jeg sá
* Ne\v-York, voru á hinn bóginn með
alveg sama sniði og stórborgakirkjur
era í lúterskum löndum Norðurálf-
Wnnar.
Kirkjurnar eru notaðar til margs
fleira en venja hefir verið viðast á
slandi. Fyrst og fremst eru sunnu-
Iljartans jiakkir fyrir öll liliittckn-
ingarbrjciln frá fjarvcramli viuum.
Guðriín Lárusdóttir.
Sigurbjörn Á. Gíslnson.
dagaskólar og barnaguðsþjónustur
haldnar í kirkjunum, eins og sjálfsagt
er, en auk þess eru flutlir í þeitn
sumum fyrirlestrar um ýms mál,
sem ekki snerta beinlínis kristindóms-
málin. Sjálfur var jeg viðstaddur
skemtisamkomu í kirkju, þar sem fór
fram söngur, upplestur og ofurlítill
sjónleikur, ekki ósvipaður málshátta-
leik, og í öðrum stað var sest við kaffi-
drykkju inni í kirkjunni eftir erindi
mitt um ísland.
Annars er það töluvert misjafnt,
hve mikið söfnuður notar kirkjuna
til slíkra hlutá.
í Winnipeg er t.d. stór samkomusalur
í kjallara lútersku kirkjunnar, og í
Mikley var samkomuhús rjett við
hliðina á kirkjunni að heita mátti,
og þar flutlir fyrirlestrar og fundir
haldnir.
Hverjum er það að kenna?
Kona úr einni nkirkjuræknustu sýslu«
landsins skrifar 13 jan. p. á.
»Pað er sorglegt en satt, að fólki er svo
varið, að pað vill sem minst hafa að
gera með öll andleg rit, og yfiileitt er
lijer nokkuð mikil andleg deyfð. Pað er
raunar síst að furða; hjer er sem sagt
engin samvinna milli prests og safnaðar,
og pað áiít jeg okkar eitt hið mesta mein.
Ef prestarnir ynnu með lifi og sál hver
i sínu kalli, pá væri truarlífið okkar öðru
vísi en pað er, pað er jeg sannfærð um.
Peir purfa að vinna víðar en innan
kirkjuveggjanna, og jeg er viss um, að
Guð ætlast til, að peir geri pað«.