Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.04.1919, Side 5

Bjarmi - 01.04.1919, Side 5
B J AR M t 53 Samningur milli kirkjufjelagsins ogTjaldbúðar safnaðar. [Vjer gátum um það í blaðinu í vetur, að Tjaldbúðarsöfnuður, sem sira Friðrik Bergmann þjónaði, hefði leitað fyrir sjer um samninga við kirkjufjelagssöfnuðinn í "Winnipeg, og hefðu kjörnir fulltrúar úr báðum flokkum komið sjer saman um sjerstaka trúmálayfirlýsingu í stað eldri sampykta i ágreiningsmálunum milikirkju- fjelagsins og þeirra, sem fóru úr kirkju- fjelaginu og taldir voru áhangendur nýju guðfræðinnar. Fullkomin sameining safnaðanna var ekki komin á þegar siðast frjettist, líklega meðfram fyrir lundabannið fyrirjólin og veikindi síra Björns B. Jónssonar í Winni- peg. — Ilann hafði veikst skömmu eftir áramótin og var ekki orðinn fullfrískur þegar síðast frjellist. — Samningurinn eða yfirlýsingin er mála- miðlun á báðar hliðar, en vitanlega breytir hann engu i grundvallarlögum kirkjufjelagsins. Birtum vjer hann hjer eftir Lögbergi 13. febr. i vetur.] _ Vjer, Björn B. Jónsson, Kristinn K. Ólafsson og Friðrik Haligrimsson, fyrir hönd hins Evangeliska lúterska kirkju- fjelags íslendinga i Vesturheimi og vjer, Hjálmar A. Bergmann, Lindal J. Hall- grimsson og Jóhannes Gottskálksson, fyrir hönd Tjaldbúðarsafnaðar i Winnipeg, teljum það mjög æskilcgt, að af sameining þeirri geti orðið miili Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg og Tjaldbúðarsafnaðar, sem shýrt var frá í lok síðasta krirkjuþings, að til tals haíi komið; og í lilefni af á- greiningi þeim, er olli því, að Tjaldbúð- arsöfnuður sagði skilið við Kirkjufjelagið árið 1909, og til þess að greiða fyrir því, að samkomulag og samvinnna geti aftur tekist með Tjaldbúðarsöfnuði og kirkju- íislaginu, og í þeirri von, að þetta sam- komulag geti orðið lil þess að útrýma ötlu þvi, er hingað til hefir verið þvi til tyrirstöðu, að allir lútcrskir menn meðal Þjóðarbrotsins íslenska hjerna megin liaí's- ms geti starfað saman að eflingu Guðs heilaga rikis, þrátt fyrir þann skoðana- mun, sem átt liefir sjer stað, heíir oss hoinið saman urn þenna skilning á ágrein- mgsatriðunum, er komi í stað allra þeirra kirkjuþingssamþykta, er gjörðar liafa verið þar að lútandi: 1. .Tátningarrit kirkjunnar ber að skoða sem mikilvæga vitnisburði um trú hennar á liðnum öldum, og ber þeim viðurkenn- ing samkvæmt sögulegum uppruna þeirra, anda og tilgangi. 2. í heilagri ritningu hefir Guð opin- berað vilja sinn og ráðstafanir mönnunum lil sálubjálpar i Jesú Kristi, og ber að viðurkenna hana sem óyggjandi leiðarvisi í trúarefnum. Winnipeg, Man. 21. ág. 1918. Björn B. Jónsson. Kristinn K. Ólafsson. Friðrik Hallgrímsson. H. A. Bergman. L. J. Hallgrimsson. J. Gottskálksson. Athugasemd. Kirkjuþingið síðasla veitti embættis- mönnum sínum, sem skrifað hafa undir ol'angreindan samning, fullkomið vald i þessu máli, og skuldbalt kirkjufjelagið til þess, að viðurkenna gjörðir þeirra sem bindandi fyrir kirkjutjelagið. Eftir að þessi samningur var undirritaður, var hann lesinn upp á fjölmennum safnaðar- fundi Tjaldbúðarsafnaðar og samþyktur með öllum greiddum atkvæöum gegn einu. Björn B. Jónsson. H. A. Bergman. Góðar stundir. Kenslukona í fjölmcnnum kaupstað skrifar 25. f. m. ritstj. Bjarma: »Mig langar til að þakka Góðar stundir, sem jeg nú loks gat náð í lijer lijá bók- sala. Við lesum þær frá nýjári og þykir ræðurnar ágætar. Bestu þakkir fyrir að þjer söfnuðuð þeim, og óskandi væri að hægt yrði að koma seinní partinum út. Mikið mein að ekki er hægt að fá ís- lenskar úrvalsræður á líkan hátt. Skil ekki i, hve dauflega prestar tóku í það hjer um árið, er biskup stakk upp á þvi. Jeg vona að þjer farið ekki að yfirgefa ísland, því að þörf er á að hafa yður starfandi hjer. Við megum illa missa ykkur hjónin frá kirkjulega starfinu. það eru fáir, sem hug og dug hafa til að segja afdráttarlaust til syndanna.« í tilefni af þessu brjefi skal þess getið, að bókaverslun Sigf. Eymundssonar gaf út Góðar stundir, og bókin á að vera til sölu hjá öllum útsölumönnum bóksala- fjelagsins. S. Á Gislason.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.