Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1919, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.04.1919, Blaðsíða 6
54 BJARMI Setið er nú meðan yært er. Fjesýslumaður á Austfjörðum skrif- aði ritstj. Bjarma langt brjef í haust sem leið með miklum rökstuddum aðfinningum við boðskap þann, sem Har. prófessor Níelsson flutti þar í sumar. Sami maður skrifar 6. febr. þ. á. meðal annars: »Mjer íinst skörin vera komin það langt upp i bekkinn, — trúvillufarg- anið orðið svo magnað, að þeir megi ekki þegja lengur, sem sjá og skilja hvað ér að gerast. Jeg skýrði frá því sem hjer gerðist »prívat«, samt svo vel sem jeg gat í stuttu brjefi. Og meira átti ekki að þurfa; síst eftir að fram eru komnar ritsmíðar E. Kvarans: 1. afmælishug- leiðingin um H. N., þar sem hann segir, að þeir sem sjeu á annari skoðun en H. N. »þori ekki« að blusta á ræður hans, af ólla fyrir því að verða honufn sammála, og 2. stofn- fundarræður andatrúarfélagsins nýja, þar sem Einar kvaðst blygðast sín fyrir að vera að benda þjónum kirkjunnar á liið eina, er »megi gera menn frjálsa,« sem sje »andatrúar sannleikann«. Meiri brýningar en þetta ættu að vera óþarfar. Og jeg ætla nú enn að lifa í þeirri von, að þið, kæru vinir, sem sjáið hvílíkur háski er á ferðum, takið saman ráð ykkar til öflugrar og rækilegrar varnar gegn þessu fargani. T'að er helst ekki fyrir aðra en fagmenn að hefja vörnina, en auðvitað getum við hinir slutt og hjálpað. En verði ekkert gert, sje jeg ekki betur en að allur þorri lands- lýðsins verði lagstur á öfugu sveifina fyr en varir, og þaö fyrirhafnarlaust af hálfu afvegaleiðendanna.« Bjarmi er samdótna þessum hátt- virta vini sínum, og er óskiljanlegt hvað kennimannastjett landsins er þögul eftir aðrar eins árásir og fram- komu i stofnfundarræðunum. AU- flestum kennimönnum, bæði eldri og yngri stefnunnar, mun þykja guðspek- in og andatrúin fara alt of geyst, og sumir vara við þeim öfgum i stól- ræðum sínum, en blöðin ná miklu lengra en stólræður. Og það er áreið- anlegt, að virðing alþýðu fyrir áhuga prestastjeltarinnar fer ekki vaxandi, ef hún hagnýtir sjer ekki blöðin frekar en að undanförnu í þessum málum. Ritstj. Bjarma. Raddir almennings. Hvert stefnir? »Pann tima niun að bera, að menn þola ekki hina heilsusamlegu kenningu, heldur safna sjer kennendum eftir girnd- um sinum, eftir því, sem eyrun klæja, og snúa eyrum sínum burt frá sannlcikan- um, og snúa sjer að hjegiljum«- 2 Tím. 4. 3.-4. »Pjer eiskaðir, trúið ekki sjer- hverjum anda, heldur reyndið andana livort þeir sjeu frá Guði, því margir fals- spámenn, eru farnir út i heiminn. Af þessu getið þjer þekt anda Guðs. Sjerhver andi, sem -viðurkennir að Jesús Kristur hafi komið í holdi, er frá Guði, og sjer- hver andi, sem ekki játar Jesúm, er ekki frá Guði, og hann er andkristins andi, .. og nú þegar er liann í heiminum«, 1. Jóh. 4. 1,—2.-3. Peir liafa umsnúið sannleika Guðs í lýgi. Róm. 1. 25. Eigið engan hlut i verkum myrkursins, sem ekkert gott hlýst af, heldur ílettið miklu fremur ofan af þeim. Efesus 5. 11. Hver, sem trúir Guðs heilaga orði i ritningunni, þarf ekki að efa það að sálin deyr ekki með líkamanum, heldur. lifir hún um alla eilífð. Petta er skírt tekið fram í Guðs orði á ýmsum stöðum t. d. í Pessal. 4. 13.—14. og 18. v. »Ekki vil jeg hræður láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru til þess að þjer sjeuð

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.