Bjarmi - 01.06.1919, Page 5
BJARMI
85
á landi, auk heldur allur sá fjöldi
ófróðra manna um þessi efni, sem
þeir hafa safnað undir merki Sálar-
rannsóknafjelagsins. PeUa fjelag mun
því bresla eitt af aðalskilyrðunum,
sálfræðilega sjerþekking, til þess að
geta rannsakað með vísindalegri glögg-
skygni og nákvæmni þessi dularfuliu
fyrirbrigði, og það hefir lika marga
þeirra manna brostið, sem andatrú-
armennirnir íslensku hampa mest
málstað sinum til styrkingar, þólt
þeir að öðru leyti hafi verið, að
minsta. kosti sumjr hverjir, merkir
vísindamenn. Á þessum leyndardóms-
fullu svæðum tilverunnar veltur alt
á rólegri og vísindalegri nákvæmni
og alhugun, sem aldrei á samleið
með lileypidómum og trúarákafa. En
samkvæmt ræðum og ritum forkólfa
þessa fjelagsskapar, munu æði margir
vantrej'sta þeim til slíkra rannsókna.
Starf þessa fjelags mun því að öllum
líkindum fremur verða kappsamlegt
trúboðsstarf meðal almennings, en
vísindalegl rannsóknastarf í hóp gagn-
rýninna og allsendis óhlutdrægra
vísindamanna. Til trúboðsins þarf
að aíla fjár handa trúboðunum og
þar eru óbreyltir fjelagar Sálarrann-
sóknafjelagsins góðir sluðningsmenn.
Eins og áður er sagl eru andalrú-
in og guðspekin náskyldar. En þó
sannast á þeim, að frændur eru
frændum verstir; guðspekin hefir
lengstum hafl horn í síðu andatrúar-
uinar og finnur anda opinberunum
hcnnar margt lil foráttu. Hún dreg-
nr heldur engar dulur á að hún eigi
ekki samleið með lfrislindómi kirkj-
nnnar og er að því leyti löluvert
hreinskilnari en andalrúin. Uppruni
hennar er austan úr Himalayafjöll-
um í Tibet. Þar hefir um marga tugi
þúsunda ára setið leynileg sveil hinna
mestu spekinga heimsins sem nefnist
»Hin mikla hvíta slúka«. þessir vísu
feður geyma leynilega fjársjóði liinn-
ar æðstu speki og i Ijósi hennar ligg-
ur allur heimurinn opinn fyrir sjón-
um þeirra. þeir eru hinir æðstu læri-
feður guðspekinnar. Frá þeirri speki
eru runnin öll aðallrúarbrögð heims-
ins. En mennirnir hafa ekki skilið
innsta kjarnan í þessari miklu speki,
og engin trúarbrögð hafa því að
geyma hinn algilda sannleika, en sá
sannleikur, sem í þeim finst, er úl-
slreymi frá hinu mikla »hvíta ljósi«
guðspekinnar. Mannkynið liefir aðeins
komið auga á dauf geislabrot frá
þessu ljósi í myrkri vanþekkingar-
innar um hin æðstu sannindi og hin-
ar dýpstu gátur tímans og eilífðarinn-
ar, og þess vegna hefir það til skams
tíma vaðið í villu og reyk um tilorðn-
ing heimsins og mannsins og fram-
þróun og fullkotnnun mannsandans.
Sú leynda speki hefir aðeins verið
eign sárfárra lærisveina Himalaya-
vitringanna og kristna kirkjan liefir
frá öndverðu verið hennar versli
óvinur. Guðspekin þykist vilja safna
öllum sannleikskornum í hinum
margvíslegu trúarbrögðum heimsins i
eina allsherjar trúarbragðasamsteypu,
undir ægishjálmi spekinganna þarna
austur frá. í þeirri alheimstrú á mað-
urirnn að fá fullnægju sinna dýpstu
þarfa. Mannsandinn nær takmarki
fullkomnunarinnar nteð fjölmörgum
tilverusligbreytingum, endurholdgun-
um og sálnaflakki; með þeim slfeldu
hamskiftum hinnar jarðnesku tilveru
bælir hann smátl og sinátt fyrir brol
sín og yfirsjónir i jarðlífinu, uns hann
hverfur að lokum lil hinna æðri
stöðva tilverunnar og missir að mestu
einstaklingseðli sitt.
Hjer er mjög lljólt yfir sögu farið
og mörgum undarlegum lilutum slepl
í þessari speki.
Guðspekin er sambland úr lieiðnum,