Bjarmi - 01.07.1919, Side 2
106
B JARMl
kirkju, seni hjer eru nú staddir, prest-
inn Arne Möller, hinn góðkunna Is-
landsvin, og landa vorn síra Hauk
Gislason, og óska þess, að þeir mættu
hverfa hjeðan með góðum endurminn-
ingum um þessa prestastefnu vora —
hina fyrstu, sem haldin hefir verið
að viðstöddum starfsmönnum hinnar
dönsku þjóð- og systurkirkju. Jeg hefi
leyft mjer að bjóða þeim fullkomið
málfrelsi á fundum vorum, livenær
sem þeir kynnu þess að óska að
leggja eitthvað til mála.
Undanfarin ár hefir hin mikla al-
vara tímanna grúft yfir oss, er vjer
vorum hjer saman komnir. Hinaraf-
arægilegu horfur urðu sifelt ískyggi-
legri. Vjer horfðum fram á þverrandi
viðnámsþol með vorri fámennu þjóð
og spurðum: hvar mun þetla lenda?
Nú er fyrir guðs náð þessari ægilegu
martröð ljelt af heiminum og friður
fenginn. Einnig af oss, sem þó að
mörgu leyti. höfum haft minna af erf-
iðleikum ófriðarhörmunganna að segja
en allar aðrar þjóðir álfu vorrar, er
nú þungum steini Ijetl. Mættum vjer
nú aðeins bera gæfu til að draga þann
lærdóm af alvöru hinna umliðnu
hörmungaára, sem þær vissulega hafa
að flylja hverjum þeim, er hefir aug-
un á rjettuin stað, þá mundi vissu-
lega sú verða raunin á, að þessir svo
alvöruþrungnu tímar hafi með öllum
sínum hörmungum, synd og rang-
sleilni ekki verið lifaðir til einskis.
Mættu allar þjóðir heimsins hafa lært
það á þessum árum hve afarlítil trygg-
ing fyrir gæfu og vellíðan mönnun-
um er geíin í siðmenningu einni sam-
an, sísl þeirri sem ekki er helguð af
guðs heilaga anda.
Og hið sama ætti þá einnig vor
lilla þjóð að hafa lærl á þessum ár-
um. Hún ætti því að láta reynslu
liðna tímans í þessu tilliti hvelja sig
til þess með meiri einlægni og alvöru
en hingað til að tileinka sjer það orð
fagnaðarerindisins, sem eitt er »kraft-
ur guðs lil sáluhjálpar« og það þess
heldur sem hiklaust má gera ráð fyr-
ir að nýir baráttutímar sjeu fram und-
an, annars eðlis að vísu en þeir, sem
á undan eru gengnir, en baráttutím-
ar þó og ineira að segja: baráttutím-
ar, sem gera má ráð fyrir, að ekki
verði síður í ýmsu tilliti afdrifaríkir
fyrir vora þjóð en aðrar.
Jeg á þar við hina fjelagslegu (so-
cial) baráttu, sem hófst víða um lönd
jafnskjótt og vopnahljeð var samið
í haust eð var. — Hún var reyndar
þegar áður byrjuð, en komst þá fyrst
í algleyming. Árum saman hefir kenl
ólgu í mannfjelagsdjúpinu — ólgu
stjettarígs, öfundar og auðseftirsókn-
ar. Með valdi hefir henni verið hald-
ið niðri árum saman, en erfiðleikarn-
ir á því að bæla hana niður hafa
hins vegar farið sívaxandi.
Nú er það vald brotið á bak afl-
ur og nú sýður upp úr. Ólgan með
þjóðunum hið innra hefir aldrei ver-
ið meiri en nú. Og i slað hervalds-
ins hefir skrílvaldið tekið að drotna
víðsvegar um lönd. En liafi hervald-
ið þótt ægilegt, hefir skrílvaldið reynst
margfalt ægilegra, svo algerlega sem
blindnin, hatrið og ofsinn hafa þar
tekið höndum saman. Hver mun verða
endirinn á þessu?
Jeg veil það ekki. Enginn veit það,
— enginn nema sá eini, sem all veit.
Ófriður undanfarinna ára hefir leitt
sjálfsákvörðunar- og sjálfræðiskröfur
þjóðanna fram til sigurs, — mundi
það stríðið, sem nú er hafið verða
til þess að koma 'á sáttum og sam-
komulagi með þessum stjettum þjóð-
fjelagsins, sem kallaðar hafa verið
hinar æðri og liinar lægri? Ökomni
tíminn mun leiða þetta i ljós fyr eða
síðar.
En hvað viðkemur þessi barátta