Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.07.1919, Side 4

Bjarmi - 01.07.1919, Side 4
108 BJARMI spurningu játandi. Ymsir menn líta svo á, að hina íslensku kirkju bresli allan kraft til að sinna þeim verk- efnum, sem:gera má ráð fyrir að berji að dyrum einnig hjá oss áður en varir. Kirkja vor hefir sætt aftur og aft- ur all þungum árásum á næstliðnum vetri fyrir þá deyfð, sem þar sje drotn- andi, fyrir það áhugaleysi fyrir helg- um tíðum, sem liafi hertekið lands- lýðinn á stórum svæðum, og fyrir það sinnuleysi um málefni guðs rík- is, sem sje orðið svo átakanlegt á ná- lægum tima. Kirkjan sje orðin að »ílagi«. Og vitanlega er með þessu skeytunum beint að kirkjunnar starfs- mönnum sjerstaklega. Þeirra sje sök- in. Um hitt er ekki verið að fjölyrða hvernig högum hinna kirkjulegu starfs- inanna sje háttað á landi hjer, hví- líka sjerstaka erfiðleika þeir eigi við að striða — og þá marga óviðráðan- lega. Vjer þjónar hinnar íslensku kirkju kippum oss ekki upp við það, þótt beint sje illyrðum að oss eða þeirri slofnun, sem vjer þjónum og erum ráð'nir starfsmenn hjá, því að vjer vitum, að ókvæðisorðin lenda ávalt á þeim sjálfum, sem talar þau. Það má vel vera, að áfellisdómar þessir sjeu meðfram sprotnir af vandlætingu vegna Drottins — af hrygð yfir því ástandi, sem kirkjan á að vera sokk- in í, en þeir eru þá jafnframt áreið- anlega sprotnir af löngun til þess að rjettlæta með kirkjulega ástandinu aðra sjerstaka andlega starfsemi, sem hafin hefir verið með þjóð vorri hin síðari árin, en er mörgum þirnir í augum, — starfsemi, sem gefið er í skyn, að hafi , þau nýmæli til flutn- ings, sem heri í skauti sjer þá mögu- leika til viðreisnar hinu kirkjulega Iífi, er geri það því sem næst glæp- samlegt að skjóla skolleyrum við þeim. En þótt þetta sje sannfæring vor og jeg vona að jeg geri engum rangt til með því að segja það, að þessi sje meðfram undirrót aðfinslunnar, þá er þar með alls ekki fyrir það girt, að aðfinslurnar sjálfar sjeu á rökum bygðar. Þótt vjer efumst um, að þau nýmæli, sem hjer ræðir um, sjeu væn- leg til viðreisnar kristindómslífinu og hinu kirkjulega lifi með þjóð vorri, þá er oss jafnskylt fyrir því fyrir augliti Drottins að taka aðfinslurnar til athugunar, og það því fremur, sem því verður síst neitað, að þær snerta starf vort í mesla máta og eru þung- ur áfellisdómur yfir því. Jeg fyrir mitt leyti er nú ekki í neinum vafa um, að aðfinslurnar sjeu rjettmætar, að deyfðin og áhugaleys- ið innan kirkju vorrar sje ærið til- finnanlegt, hvað sem nú orsökum þess líður. Og um það efni veit jeg að enginn yðar efast, sem daglega eigið þessu að mæta innan verka- hrings yðar og í staríi yðar, — yðar, sem eins og hjer tilhagar verðið marg- fall meira varir við erfiðleika prests- þjónustunnar en gleðina, sem hún á að veita. Jeg efast þvi ekki heldur um, að þjer þekkið allir meira og minna til þeirrar óánœgju með sjálf- an sig, sem einatt grípur jafnvel hina áhugamestu starfsmenn, er þeim virð- ist árangurinn verða margfalt minni en þeir vildu af starfi þeirra eða jafn- vel enginn. — En erum vjer þá menn til að mæta hinum nýju kröfum eða að vinna að þeim nýju fjelagslegu verkefnum, sem kunna að biða vor við þröskuld ná- lægra tímamóta? Það er hin mikla alvöruspurning, sem vjer hver og einn ættum að leggja fyrir oss — ekki til þess svo að hlaupa undan merkjum, er vjer sjáum erfið- leikana, sem hjer er við að stríða, eða finnum til vanmátlar vors í því

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.