Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.07.1919, Qupperneq 7

Bjarmi - 01.07.1919, Qupperneq 7
BJARM1 111 sýslu. Ymsar voru kirkjurnar einkar myndarlegar, en sumar hinna voru »mjög ófögur musteri«. Otrúlega víða voru kirkjugarðar mjög vanhirtir, beinlínis til minkun- ar söfnuðunum. A prestsselrum voru kirkjugarðar tiltölulega belur hirlir en annarstaðar, en prestar ættu að hafa meiri áhrif á kirkjuhaldara i þessum efnum en þeir virðasl hafa nú. — Af frjálsri safnaðastarfsemi mintist biskup sjerstaklega á K. F. U. M., og kvað það sannfæringu sína, að »frá engri hjerlendri starfsemi bærust þjóð vorri hollari straumar á nálægum tima«. — Þegar bisltup hafði lokið ræðu sinni, lók sira Haukur Gíslason frá Kaupmannahöfn til máls. Skýrði hann frá staríi sínu meðal íslendinga í Höfn og flutti kveðju frá »dansk-íslensku kirkjunefndinni í Danmörku«. Eins og mörgum er kunnugt, er langt siðan farið var að tala um ís- lenskar guðsþjónustur í Höfn. Síra ^lagnús Magnússon hafði ínikinn á- bnga á því máli, en bjó of fjarri Kaupmannahöfn til að geta komið þeim við að staðaldri. En þegar síra E- G. llultist til Hafnar, komst rek- spölur á málið, enda þótl hann verði að hafa það í hjáverkum. Hann kvaðsl lialda ísl. guðsþjón- nslu einu sinni í mánuði að vetrin- nm og aðsóknin allgóð, um 100 manns að jafnaði, og nú orðið margt sama fólkið, sem sækir. Safnaðarstarf er byrjað. — Landar ' Höfn og á leið þangað liafa skotið saman nokkuð á 2. þús. kr., sem varið er til styrktar atvinnulausum °8 sjúkuin íslendingum í nafni safn- aðarins. Sjúklinga er vitjað. Biblíu- lestrar eru byrjaðir með fáeinum ís- lenskum slúdentum. Söngfjelag er myndað við kirkjuna, og ef til vill von á kristilegu æskumannafjelagi í samvinnu við ungfrú Ingibjörgu Ólafs- son. — Slaríið getur orðið blessunar- ríkt bæði í þjóðlegu og kirkjulegu tilliti. það eru taldir oftast um 800 land- ar í Höfn og þeir dreifðir mjög og búa við ólík kjör. En við kirkjuna geta bæði einstæðingar og nýkomnir fundið landa sína og rifjað upp fyrir sjer við guðsþjónusturnar bestu end- urminningarnar að heiman, því að enda þótt landar skilji dönsku og geti hlotið gagn af dönskum ræðum, er þó móðurmálið nálengdara trúar- lilfinningum flestra. »Dansk-ísIenska kirkjunefndin«, er skoða má sern eina megingrein á »Dansk-islandsk Samfund«, vinnur að því að efla viðkynningu og sam- úð með kirkjum beggja ríkja. í nefndinni eru fulltrúar allra kirkju- stefna í Danmörku, til að sýna, að danska kirkjan öll stendur á bak við, ekki til að drotna yfir trúar- slefnum íslendinga, heldur bæði lil að hvetja, vekja og styrkja þá kirkj- una, sem einangruðust er af ölium kirkjum Norðurlanda, og til þess sjálf að læra af því, sem sjerkenni- legast og best er hjá islenskri kristni fyr og síðar. Ræðumaður kvaðsl geta fullyrt, að þeir menn, sem bera þessa hreyfingu uppi í Danmörku, — og aðalmaður í þeim lióp er síra Þórður Tómasson í Horsens, — gerðu það af htyjum hug og kærleika til íslands. Málinu er lekið vel í Danmörku, hvar sem á það er minst, og um 500 manns með 1400 kr. árstillagi eru í fjelags- skapnum. — Fá las biskup upp dagskrá prestaste/nunnar: Kl. 5 síðd. Synodusmál (úthiulun lil prestekkna).

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.