Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1919, Síða 8

Bjarmi - 01.07.1919, Síða 8
112 BJARMI Launamálið, málshefjandi sira Gísli Skúlason. Kl. 8^/a. Hin fullkomna hugsjón, erindi í dómkirkjunni flutt af sira Fr. Friðrikssyni. Föstud. kl. 9 árd. Samskolin til Hallgrímskirkju, skýrsla I)iskups. Messuskjrrslur. Samdráttur milli kirkju íslands og kirkna Norðurlanda, málshefjendur biskup og síra Arne Möller. Kl. é1/^ siðd. Stofnun prestafjelags, málshefjandi síra Sig. Sívertsen. KI. 8^/2. Rannsóknir trúarlífsins, erindi í dómkirkjunni ílutt af síra Sig. Sívertsen prófessor. Laugard. kl. 9 árd. Fylling guð- legrar opinberunar, erindi ílult af hiskupi. Helgidagavinna og verkalýðurinn, málshefjandi síra Bjarni Jónsson. Barnahæli, málshefjandi síra Guð- mundur Einarsson. Kl. 472 síðd. Launamálið. Eins og dagskráin ber með sjer, kom launamálið tvisvar til umræðu, og tók mikinn tíma í bæði skiftin, eins og við mátli búast. Það eru loks allir orðnir sammála um, að laun presta sjeu alveg óvið- unanleg, og aukaferðir með »auka- tekjum« sínum telja ýmsir sveita- preslar beinan kostnað. Launafrumvarp stjórnarinnar er bót í máli fyrir kaupstaðapresta, en þar sem dýrtíðaruppbót sveitapresta má ekki meiri verða en 500 kr., voru menn sammála um að það næði alt of skamt til að gera fjelausum guð- fræðiskandídötum fært að byrja prestsskap. Raddir komu fram um að preslar ættu að gera þá ófrávíkjanlegu kröfu, að hús á prestssetrum væru alveg á kostnað ríkisins, og hverju prestakalli ælti að fylgja að minsta kosti íbúð- arhús handa presti, og sömuleiðis væri rjetlara, að erfiðum prestaköll- um fylgdu töluvert hærri laun en hinum. Við fyrri umræðurnar voru þeir síra Eggert Pálsson, síra Gísli Skúla- son og síra Guðmundur Einarsson kosnir til að koma með ákveðnar lillögur, og voru þær ræddar á síð- ari fundinum, og verða síðan lagðar fyrir alþingi. Hilt aðalmálið á synodus var samdrátturinn milli kirkju vorrar og kirkna Norðurlanda. Það mál var komið á dagskrá í fyrra, en er þó lengra komið nú. Biskup las upp brjefið frá erki- biskupi Finna, sem birt hefir verið lijer í blaðinu, og annað brjef frá erkibiskupi Svía, mjög vingjarnlegl. Sjálfur hafði hann skrifað öllum yfirbiskupum Norðurlanda. Söderblom, erkibiskup Svía, hafði ráðgert að senda hingað 4 guðfræð- inga sænska til að kynnast kirkju- málum vorum þegar á þessu sumri, en biskup vor hafði mælst til, að þeir frestuðu förinni árlangt, og bjóst þá fremur við að hingað gætu komið fulltrúar frá hinum kirkjum Norður- landa samtímis. Sömuleiðis skýrði hann frá, að Sig. Sívertsen prófessor mundi rnæta fyrir hönd kirkju vorrar á fulltrúa- fundi í Danmörku, sem haldinn verður til að efia samvinnu með kirkjum Norðurlanda. Síra Arne Möller flulli ágæla ræðu á dönsku um samvinnu við kirkju Dana. Hann lagði áherslu á að það væri ekki ætlun íslandsvina í »Dansk-Is- Iandsk Samfund« að koma eingöngu á sambandi og viðkynningu meðal danskra og íslenskra presta (»Vi sti- ler ikke imod en Præsteforbindelse,« sagði hann), heldur fyrst og fremst meðal safnaðafólks í báðum löndum.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.