Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.07.1919, Page 10

Bjarmi - 01.07.1919, Page 10
114 B J ARMI hafa mörg járn í eldinum í einu, sem kynnu að brenna. Sjerstaklega leitst honum vel á sameiginlegt blað til þess að efla viðkynninguna, ágætt væri og að fá hingað danska prje- dikara oss til vakningar, en meinið væri að sveitafólk skildi þá ekki. Síra Magnús Bjarnarson minti á, að hægt mundi verða að fá utanfar- arstyrk fyrir prestaefni úr iniijónar- sjóðnum. Hann vildi ekki láta ferða- prestsmálið deyja, og óskaði að nefnd yrði sett í það mál. S. Á. Gíslason kvaðst leggja áherslu á orð prestanna frá Danmörku, að hjer væri ekki að ræða um presta- viðkynningu eina, en þá yrði það að koma greinilega fram og leikmenn vera í stjórnarnefndinni í Rvík engu síður en í Danmörku. Vitanlega væri það gott að prestaefni vor kyntust safnaðarstarfi erlendis, en samt mundi það verða áhrifameira að prestar færu utan í þeim erindum, þeir vissu betur hvar skórinn kreppir að og myndu betur færa sjer í nyt ýmsar starfsað- ferðir, sem þeir kyntust, ef þeir væru ekki orðnir andlegir steingjörfingar. — Ef söfnuðum vorum er greinilega skýrt frá, hve slíkar utanfarir eru mikill andlegur ávinninningur fyrir alt starf prestsins, er ekki ólíkiegt að sumir þeirra vildu styðja prest sinn til ferð- ar með beinum Ijárframlögum. Að minsta kosti hefði því verið vel tekið á safnaðarfundi í Rvík, er ræðumað- ur hefði hreyft því, að dómkirkju- söfnuðurinn ælti að veita prestum sínum nokkurn utanfararstyrk fimta hverl ár. Sömuleiðis gæti það orðið áhrifaríkt fyrir oss, að námsfólk hjeð- an, sem fer lil Danmerkur, gæti kynsl betur kirkjufólki dönsku og áhuga- inálum þess en oftast hefir verið hing- að til. Síra Rrynjólfur Magnússon var sem aðrir hlyntur þessari hreyfingu, en þótti ekki nægilega tekið tillil til í þessum ráðagerðum, hvað prestar væru illa launaðir, svo að utanferðir væru þeim alveg ómögulegar nema með ríflegum slyrk einhversslaðar frá. Hann hafði litla trú á því að inargir söfnuðir mundu vilja nokkuð á sig leggja í þeim efuum, enda þótl það kynni að vera svo i fjölmenn- asta söfnuði landsins. Síra Gísli Skúlason, síra Haukur Gíslason o. fl. tóku ennfremur til máls. Voru allir saminála um hvað æskilegt væri að málefni þetta kæm- ist til framkvæmda sem fyrst. Minlist enginn á að nokkur ástæða væri til að ótlast »óholl dönsk áhrif«, eins og einu sinni var viðkvæðið. Dönsku prestarnir sögðu, að það væri ekki ætlun íslandsvina í dönsku kirkjunni að fara að reka lijer neina »mission«, og var það vafalausl hyggi- lega sagt til að særa þá ekki, sem enn kynnu að vera liræddir við það orð, en á liinn bóginn var íslensku ræðumönnunum öllum auðsjáanlega full-ljóst, að aðalhagnaðurinn af sam- dræltinum verður vor meginn; og ein- hverntíma liefði það verið kenl við »mission«, ef stungið hefði verið upp á að fá danska ferðapresta hingað »oss til vakningar«. Annars skiftir nafnið minstu. Hitt er aðalatriðið, að eilthvað verði gert meira en skrafað og skrifað, og á- rangurinn verði aukið kristilegl safn- aðarstarf vor á meðal. IJað er ekki til neins að láta neinn þjóðarhroka blinda sig, svo að vjer könnumst ekki við, að í flestum söfnuðum landsins er sama og engin frjáls safnaðarstarfsemi, og til þess að kippa því í lag er engan veginn nóg að prestar eða aðrir viti eitllivað um livað gert er í þeim efnum annars- staðar. — Það stofnar t. d. enginn góðan sunnudagaskóla á Seyðisíirði

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.