Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1919, Síða 2

Bjarmi - 01.10.1919, Síða 2
154 BJARMl hennar fyr og síðar. — Undarlegt að nokkur prestur skuli búast við því ofurmagni áhrifaleysisins, að kristin- dómur þjóðarinnar standi og falli með þessum fátæklega fjestyrk ríkis- ins. En jafnframt því sem fyrnefnd á- kvörðun er tekin, fara kirkjumál að verða málefrii safnaðanna alment, þar sem áhugamenn fá færi á að njóta sín og koma á ýmiskonar safnaðar- starfsemi. Söfnuðir, sem sömu hafa trúarjátningu í öllum aðalatriðum, mynda sameiginlega fríkirkju og hún slyrkir fátæka söfnuði til að géta not- ið að minsta kosti eins mikillar prests- þjónustu og nú er títt, ekki úr háum söðli að detta þótt misbrestur yrði á því fyrst í stað. Bjarmi vonar að svoná muni fara yfirleitt þegar aðskilnaður verður og telur það framfarir frá því sem nú er, og kunnugt er honum um að sumir afskiftasamir stjórnmálamenn eru á sömu skoðun um það, en eru pess vegna andvigir aðskilnaði, þykir þjóðkirkjan nú »mátulega« fjörmikil. »Meira niegi það ekki vera«! Gallalaus verður þó fríkirkjan ekki, enda fremur fátt um gallalausan fje- lagsskap á jörðu vorri. Og engum steinum mun Bjarmi varpa að þeim vinum sínum, sem hræddir eru við aðskilnaðinn; skilur einnig vel hina, sem »sjá ekki eftir þjóðkirkjunnift, að styðja enn um hríð fjárhagslega starfsemi andatrúar og guðspeki og vilja ewgan aðskilnað fyr en þær stefnur eru orðnar útbreiddari en nú er. En Bjanni vísar öllum þröngsýn- isaðdróltunuin heim í föðurgarð, þólt hann telji sanngjarnara að hver búi að sínu út af fyrir sig, og furðar sig ekkert á |)ótt lionum yrði ekki vel fagnað í guðspekisdeildinni eða sálar- rannsóknarfjelaginu, ef hann sækti þar um inngöngu með óbreyttar lút- erskar skoðanir sínar. ( En hvað sem öllu þessu líður má það umfram alt aldrei gleymast að fyrirkomulagið er aldrei aðalatriðið, heldur lifandi trú á Krist. Reynslan hefir greinilega sýnt að hún getur þrifist sæmilega: í*ar sem þjóðkirkjan er afarháð ríkinu, eins og í Norvegi og Danmörku, allsjálfstæð gagnvart því, eins og í Svíþjóð og Englandi, hliðstæð öflugri fríkirkju eins og í Skotlandi eða þar sem engin þjóð- kirkja er, eins og t. d. í Bandaríkj- um. — Samt má enginn gleyma því, að í þjóðkirkjulöndum er það frjálsa og óháða kristindómsstaríið, presta og leikmanna, sem langmestan árang- ur virðist bera; og reglulegir leikprje- dikarar, sem verið er að hræða fólk vort með, eru tiltölulega miklu fjöl- mennari í þjóðkirkjum Norðurlanda en í mörgum fríkirkjum. Látum aldrei, góðir bræður, skoð- anamun um »búninginn« spilla sam- vinnu um aðalatriðið, eflingu lifandi trúar á frelsara vorn, Jesúm Krist. Æðri leiðbeining. Norska gufuskipið „Rio de la Plata“ var fyrir skömmu lagt af stað frá Englandi til Buenos Aires og var komið heilu og höldnu út fyr- ir hættusvæðið. Skipstjóri gekk um gólf á efra þil- fari, og var órótt innanbrjósts. Hann hafði viljað losast við að fara þessa ferð, vildi ekki þurfa að mæta hlífð- arlausum kafbátum og vera sjálfur varnárlaus og máttíaus gagnvart árásum þeirra. — En útgerðarfjelag- ið hafði skorast undan að veita hon- um hvíld. Annars var hann ekki líf-

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.