Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1919, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.10.1919, Blaðsíða 1
BJARMI E KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XIII. árg. Reykjavíb, 1. obt. 1919. 20—21. tbl. Eflið lwer annars sálarheillir. I. Pess. 5,16. • Aðalatriðið. Búast má við að þingsályktun sú undirbúning aðskilnaðar ríkis og kirkju, sem neðri deild samþykti, verði íil þess, hvað sem öðru líður, að fólk tali ofurlílið meira um kirkju- •nál en verið hefir og blöðin bendi á 8alla þess fyrirkomulags, sein þeim, hverju um sig, er lítið um. Ritstjóri Bjarma fer ekki dult með það, að honum virðist fríkirkjufyrir- komulagið eðlilegra og betra yfirleitt, °g mundi því ekki harma það, þótt hann lifði þá stund er engin þjóð- k'rkja væri á íslandi, en hins vegar býst hann engan vegin við að nein húar-gullöld mundi renna upp þegar 1 stað yfir þjóðina, þótl sá aðskiln- aður yrði. »Undirbúningurinn« hefir ekki verið svo góður að þess megi 'vænta. ^Kirkjumál eru aðallega klerkamál« er almennasta skoðunin lijá oss. ^Rjett fyrir prestinn«, segjast ýmsir ^ara til kirkju. »Það verður biskup og kirkjustjórn að bera alla ábyrgð á«, er alment Viðkvæði hjá þeim, sem þó kvarta margra ára prestleysi eða ósann- Sjornum brauðasamsleypum. Þótt stórar sveitir eða fjölmenn kauptún ah haft sárlítið af prestum að segja S1ðari árin, hugkvæmist viðkomend- hh* ekki annað ráð en mögl og bak- heima fyrir og bónarbrjef til al- þingis, þegar best lætur, sem þar eru oftast lítilsvirt. Safnaðarfundir eru allra funda verst sóttir. Sunnudagaskólar og önnur frjáls safnaðarslarfsemi sama sem ó- þekt nema í Reykjavík. K. F. U. M. og K. er hrósað á prestastefnum og víðar í orði, en á borði eru allar til- raunir til að koma þeim upp látnar deyja af samtakaleysi nema í Reykja- vík og Hafnarfirði. Prestkosningu ráða þeir stundum, sem sjaldnast fara í kirkju. »Andlega stjettin« á að annast kristnihaldið einsömul fyrir hönd rík- isins og vera sárþakklát þegar vér hinir megum vera að því að sinna »þess háttar«. Og sjálfsagl að setja hana jafnan neðst við launaborðið, svo liún geti þreifað á því, hvernig störf hennar eru metin hjá »húsbónd- anum«, ríkinu. Svipað þessu hugsa æðimargir vor á meðal. Við fullan aðskilnað neyðist hver einstakur til að velja: Á jeg að sleppa öllum kristindómi og láta börnin mín alast upp sem heiðingja, eða á jeg að ganga í lið með þeim, sem vilja fá sjer prest? Ritstj. Bjarma er ekki svo svart- sýnn, að hann lialdi, að meiri hlut- inn kjósi fremur heiðindóm, þrált fyrir alla ytri deyfð. Að öðrum kosti væri árangurinn af margra alda starfi þjóðkirkju vorrar svo sáralítill að þyngri dauðadóm væri naumast unt að kveða upp yfir starfsinönnum

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.