Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.1919, Qupperneq 3

Bjarmi - 01.11.1919, Qupperneq 3
BJARMI 171 Jesú, sem fjell betur við kenningar Faríseanna en boðskap Jesú......... Og því endaði það með því að meiri hluti fólksins gekk í lið með Farí- seunum og skynsemistrú þeirra og höfnuðu Kristi að lokum: »Kross- festu, krossfestu!« Eins og lesendurnir munu sjá, eru ýmsar pessar fullyröingar sem Christen- sen kennir við skynsemskuna, algengar Vor á meðal hjá »nýju stefnunum«, og því er hætt við að hefði J. C. Christen- sen setið á alþingi íslendinga í sumar sem leið, hefði hann allrækilega andmælt borsteini Jónssyni, þingmanni Norðmýl- inga, þegar hann var að skjalla þessar »nýju stefnur« á alþingi og vildi halda í Þjóðkirkjuna, svo að þær fengju sem best að njóta sín. En annars er meir en mál til komið að truaðir leikmenn skifti sjer meira af Þessu stefnuleysi í ræðu og riti en verið hefir. Ritstj. Bjarma. f==-..... Heimilið. Deild þessa annast Guðrún Lárusdóttlr. Fátækt. Saga eftir Guðrúnu Lárusdótlur. Framh. Sumarsólin hafði farið mjúkri kær- leiksmund um bera, gróðurlitla fold- ina, og vakið lil Hfs alt, sem lifnað 8at. Svipþungt hraunið hafði jafnvel tekið stakkaskiftum, grængresi gægð- lst nú út um liverja smugu þess, og fagurgrænir lyngtoppar prýddu það hjer og hvar og báru ljósan votl um Slgursælt starf sólar og sumars. »Jeg held nærri því að sólin sje fai'in að lita vangann á þjer, Gudda |°ln«. sagði Þórunn einhverju sinni 1 gamni við fóstursystur sína. »Ætli það ekki?« svaraði Guðríður hrosandi. »Sólin eða þú, F'órunn mín. Nýmjólkin, sem þú gefur mjer altaf, ætti að hafa góð áhrif á mig«. Yfirbragð Guðríðar var töluvert hressara nú, heldur en þegar hún kom að Hrauni, það var auðsjeð. Fað var komið undir fráfærur og annríkið byrjað fyrir alvöru. Egill bóndi á Hrauni ætlaði að færa frá ánum sínum þetla vor. Hann hafði ekki gjört það í nokkur ár vegna þess að hann vantaði smala. »En nú eru systkinin orðin svo stálpuð, að þau geta sem best setið hjá ánum í hvömmunum hjerna inn með hrauninu«, sagði hann við konu sina, er þau hjónin áttu tal með sjer um búskapinn. »Og svo býst jeg við að það yrði einna hentugast starf handa Guðríði í sumar, að rölta eitthvað í kringum ærnar með börnunum«, bætti hann við. Guðríði þótti vænt um þegar Þór- unn bað hana um að sitja lömbin. Henni var óvenjulega ljett í skapi á meðan hún var að gjöra sjer smala- skóna. Hún var stundum þunglynd yfir því hvað lítið hún þóttist geta gjört til gagns á þessu heimili, sem veitti henni allar lífsþarfir hennar af fátækt sinni, og einkis framar ósk- aði hún en þess, að geta sýnt þakk- læti sitt í verkinu. Fráfærnadagurinn er sorgardagur barnanna i sv.eitinni. Þau taka svo innilegan þátt í kjörum jarmandi móðurleysingjanna, enda hefir margt glitrandi tár fallið af barnsauga frá- færnadaginn. Ærnar voru reknar upp í hvamm- ana, þegar búið var að færa frá, en lömbin voru setin í lyngmóum rjett við túnið; þar átti Guðríður að gæta þeirra; til varúðar voru þau öll höfð í hafti. Fyrst i stað jörmuðu þau ákaft og tóku all snarpa spretti, en liöftin töfðu fyrir og hungrið svarf

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.