Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1919, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.11.1919, Blaðsíða 8
176 ÖJARMl viðkynningu sína meðal Svía, en auð- sjáanlegt er, að liún hefir verið ein- hliða. Hann segir t. d. ekkert um aðalheimatrúboðsfjelag Svía, sem kent er við Fosterlandsstiftelsen, nje um kristniboð þeirra, og því er heldur ekkert heildaryfirlit yfir kirkjumál Svia á vorum dögum í erindinu. 12. Um erlendar bœkur skrifar ritstj. Finst Bjarma þar óþarflega einhliða sagt írá nýguðfræðisbókum og blöð- um, því það eru sannarlega góð er- lend guðrækileg rit, sem mest erindi eiga til prestanna. Þeir fá meir en nóg af hinu á námsárunum. Síðast í ritinu er loks stutt grein um prestafélagið eftir Magnús Jóns- son dócent og önnur lengri, eftir bisk- up, um samdráttinn milli kirkju vorr- ar og þjóðkirkna Norðurlanda, er fer í sömu átt og áður hefir staðið hjer í blaðinu. Enda þótt Bjarmi sje þeirrar skoð- unar að Prestafjelagsritið flytji of- mikið af guðfræði og henni sumri vafasamri, en ofiílið af þeirn »bygg- indum, sem í hag koma« við safnaða- starfið, þá eru þau þó með, sjerstak- lega í erindum þeirra síra Bj. Jóns- sonar og síra Fr. Friðrikssonar, og vonandi er, að um 100 útgefendur sjái vel um að útbreiða bókina. fí- = -.......==3\ Hvaðanæfa. Heima. Dr. theol. Jón Helgason, hiskup fór til Kaupmannahafnar snemma í oldób.; bauö háskóli Dana honum aö koma til að flytja þar erindi um kirkjusögu íslands. Hans er von heim aftur um miðjan nóv. Síra Kjartan Helgaso'n prófastur í Ilruna fór til Ameríku með Lagarfoss 9. októb. til að flytja erindi um ísland og íslenskar bókmentir meðal Vestur-íslend- inga i vetur. Fjelagið »íslendingur«, sem stofnað var í Reykjavík í vor sem leið, sendir hann og ver til pess landssjóðs- styrk þeim sem fjelaginu er ætlað næsta ár. Ritstjóra Bjarma er velkunnugt um hvernig þjóðernistilfinningin og trúartil- finningin eru nátengdar hjá rnörgu rosknu fólki íslensku vestra, og þykir því mjög vænt um að fyrsti sendimaður »íslend- ings« skyldi vera góður prestur. Sr. Friðrik Friðriksson kom heim frá Danmörku seinast í september og K. F. U. M. og K. starfa nú í öllum deild- um eins og venjulega um þetta leyti árs. Á hverju sunnudagskvöldi alt árið, er, eins og mörgum er kunnugt, haldin al- menn kristileg samkoma í húsi K. F. U. M. En fyrsta sunnudagskvöld hvers mán- aðar er »fórnarfundur« haldinn á eftir. Flytja þá ýmsir viðstaddir konur sem karlar bæn úr sætum sínum í salnum, og er þá sjerstaklega beðið fyrir starfi fjelagsins, en á eftir leggja allfiestir við- staddir gjöf sína í hússjóð fjelagsins. Er eftirtektavert hvað fórnfýsi fjelagsfólks er mikil og fögur, oftast skifta gjaíirnar liundruðum króna, þótt fátt sje um auð- menn innan fjelags, og enda þótt þessir fundir sjeu ver sóttir á sumrin en ella sem eðlilegt er, var á einum þessum fundi í sumar sem leið gefnar 1111 kr. 37 aurar. Gjaldkeri kristniboðssjóðsins hef- ir beðið Bjarma að geta um þessar gjafir: Gjöf frá J. R. 50 kr., frá konu 184 kr., ísfeld 5 kr., Sigríði H. 5 kr., Guðrúnu 10 kr., Maríu Jónsson 10 kr., N. N. 10 kr., frá fjelagskonu 100 kr., N. N. 3 kr., konu í Grindavik 15 kr. Ritstj. Bjarma hefir tekið við til Hallgrimskirkju 10 kr. frá Sveinbirni Bjarnasyni á lífstabæ i Skorradal. í Jóla- kveðjusjóð 10 kr. frá sr. Jóh. Briem Mel- stað og57 kr. 50 a. úrgísafjarðarprestakalli. R|i't s tjj ó]r i [Bjajrjm|a er ófús til þess að taka greinar frá þeim, sem láta ekki nafns síns getið við blaðið, og þvi bíða nokkrar greinar, sem ella mundu birtast. Prontamiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.