Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.1919, Qupperneq 7

Bjarmi - 01.11.1919, Qupperneq 7
Ö Í A k M1 áhuga presta og samvinnu með prest- um og leikmönnum, en ekki vill hann »binda sig á klafa neinnar ákveðinnar stefnu innan þjóðkirkju vorrar«. 2. Sjál/svitund Jesú, eftir Jón Helga- son biskup. Fer hann þar mjög var- lega með nýguðfræðisskoðanirnar, svo varlega að ýmsir nýguðfræðingar mundu ekki gera færri athugasemdir við það en eldri stefnan. 3. Jóhannesar guðspjall. Sýnódus- erindi 1918 eftir Magnús Jónsson dócent. Þar er nýguðfræðin ómenguð, og fullyrt að guðspjallið sje wfræðirit frumkristninnar«, en eiginlega ekki sögurit i venjulegum skilningi. 4. Prestarnir og œskan, sýnódus- erindi eftir síra Fr. Friðriksson. Gott erindi, en sorglegt ef prestar reyna ekki að fara eftir leiðbeiningum þeim, sem þar eru gefnar. 5. Mannssonurinn, sýnóduserindi eftir S. P. Sívertsen, guðfræðilegt mál, sem segja má sama um og er- indi biskups. 6. Leitið fgrst guðsríkis, ræða eftir síra Ásm. Guðmundssonar skólastjóra á Eyðum. 7. Um nokktir siðferðisboð Jesú, eftir sama. Góðar rilgjörðir, það sem þær ná. 8. Hoernig verðum vjer betri prestar? Sýnóduserindi eftir síra Bjarna Jóns- s°n, holt íhugunarefni fyrir alla er starfa að trúmálum. 9. Altarissakramentið og notkun þess hjer á landi. Sýnóduserindi eftir síra frísla Skúlason. Kennir þar margra grasa og er Kjarmi sammála sumu, en alveg °samþykkur því aðalatriði erindisins að lútersku útskýringar kvöldmáltíð- arinnar, eins og t. d. í Helgakveri, sJen aðalorsökin að hnignandi altaris- 8°ngum. í mörgum söfnuðum þessa 'ands heíir gömul og ný skynsemis- trú og vatnsblandað stefnuleysi verið 17S prjedikað alllengi að undanförnu, og má nærri geta hvorl þar hafa ekki verið »leiðrjettar« kenningar barna- lærdómsbókanna um altarissakra- mentið, en árangurinn ekki annað en: færri og færri bæði kirkju- og altarisgestir. — í Reykjavík þar sem bæði »eldri slefnan« og »nýju stefn- urnar« eiga höfuðstöðvar, sýnir rejrnsl- an að lærisveinar eldri stefnunnar og »gömlu trúfræðisskýringanna« sækja altarisborðið miklu betur en allir hinir. — Og sje litið til annara landa má sjá svipaða reynslu. Óvíða, eða hvergi, munu altaris- göngur tíðari, en hjá ákveðnum Grundtvigs og heimatrúboðsmönnum í Danmörku, einmitt þar sem skýr- ingarnar eru fyllilega í sama anda og hjá Helga Hálfdánarsyni. Nei, það er blátt áfrain trúardeyfð- in, sem veldur því, að altarisgöngur eru svo lillar sem þær eru, og prest- um væri miklu þarfara að ráðast gegn hénni en að hugga sig með því, að lítið þuríi annað, en meira af »ný- móðins-fræðslu«, þá muni alt smá- lagast. Og þótt sira G. Sk. vilji fá nýtt barnalærdómskver, þá hefir Bjarmi enga trú á, að það yrði andlegur gróði, eins og sakir standa. Pað yrði að vera stefnulaust og »litlaust«, svo enginn »hneykslaðist«, en yrði þá jafnframt engum kært, — og svo þyrfti að gefa út endurskoðaða útgáfu, helst árlega, til þess að wungdómurinn gæti fylgst með tíinanum!« En sífeldur hrærigrautur skapar aldrei áliuga, hvorki i trúmálum nje öðru. 10. Rannsóknir trúarlifsins, Synodus- erindi eftir S. P. Sívertsen. Málefni, sem flestum íslendingum er oflítið kunnugt um. 11. Sœnska kirkjan, Synodus-erindi eftir Ásgeir kennara Ásgeirssson. Skrif- ar hann skemtilega og greinilega um

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.