Bjarmi - 01.05.1920, Side 2
74
B JARMI
burðir koma í bága við kenningakerfi
trúlitlar heimspeki, sem brotist liefir
til valda hjá ýmsum kirkjumönnum.
Kærleiks- og mannúðarprjedikun sem
gengur fram hjá hjálpræði Krists
brýtur hvorki herfjötra syndarinnar
nje dreifir vonleysismyrkri dauðans,
og veldur engu »lífi«.
í*essar og þvílíkar skoðanir komu
greinilega í ljós á trúmálafundinum
mikla, sem getið var um í síðasta
blaði: Lifandi og starfandi kristin-
dóm elskum vjer, en höfum óbeit á
dauðum rjetttrúnaði og nýjum sem
gömlum fræðum, sem hafna hjálp-
ræðisstaðhöfnum biblíunnar« sögðu
menn, og því vildi meiri hluti fund-
armanna ekki samþykkja tillögu frá
biskup Hognestad, um að bæta traust-
yfirlýsingu til presta eldri slefnunuar
aftan við vantraustsyfirlýsingu, sem
samþykt var í einu hljóði gegn ný-
guðfræðisprestunum. »t*eir eru svo
ólíkir, þótt þeir segist fylgja eldri
stefnunni«, varhonum svarað, »sumir
eru áhugasamir, einbeitlir, sannkristn-
ir menn, og þeim mætir óskorað
traust og bróðurást meðal trúaðra
manna um endilangan Norveg, en
sumir eru áhugalausir, eða hikandi
gagnvarl nýguðfræði, og í þeirra garð
gerum vjer engar yíirlýsingar«.
Prófessor Hallesby var eindregið
með leikmannastefnunni, og sagði
meðal annars í ræðunni, sem mest-
an fögnuð vakti: (Sbr. Kristil. Dag-
blad 27/0-
Nú veröur að láta til skarar skríða.
Ekkert frjálst safnaðarstarf má vera bund-
ið við prestinn af því að hann er prest-
ur. Pað er harl aðgöngu en verður svo
að vera. Nýguðl'ræðin fær við það alvar-
legan hnekki. Og vjer verðum að hafa góð-
ar gætur á nýguðfræðisprestunum. Þcir
eru ekki komnir í embættin til að njóta
sálgæzlu vorrar. Pað er einmitt þveröf-
ugt. Peim er ætlað sálgæzlustarflð gagn-
vart oss. Nýguðfræðisprestur þarf ckki
að búast við að mæta trausti. Jeg segi
nei, nei, nei, og aftur nei. (Þrumandi sam-
fögnuður »Tordnende Bifald«).
Sendi Guð manninn, en ekki kirkju-
málaráðuneytið, skal hann mæta trausti.
Samvizka manna er aðþrengd, það ætl-
um vjer að segja svo hátt, að allir megi
heyra. Pað skal heyrast: Vjer heimtum
frelsi gagnvart nýguðfræðisprestunum.
Verði oss ekki veitt það, tökum vjer það
sjálfir. Pað er ekki úrelt enn þá, að fram-
ar ber að hlýða Guði en mönnum. Jeg
vona, að tómir kirkjustólar, sem þeim
hefir spáð verið, verði nú virkileiki. Peir
eru talandi vottur um áhrifin. Og vjer
viljum ekki láta þessa menn skíra, ferma
og jarða börn vor nje veita þeim kvöld-
máltíð, — þessa menn, sem trúa elcki.
Pað verður að taka fyrir sóttnæmis-
uppsprettuna, guðfræðisdeild háskólans.
Það minkar stúdentahópurinn daginn þann,
sem það sannfrjettist að norska þjóðin
kæri sig ekki um nýguðfræðispresta til
kirkjulegra starfa. Norskir æskumenn hika
við að ganga að starfinu þegar svo er
komið.
Fundurinn samþykti langar yfir-
lýsingar og áskoranir til þjóðar og
stjórnar. Var í þeirri fyrri meðal ann-
ars farið fram á, að biblíutrúarmenn
skyldu varast að nota nýguðfræðis-
presta lil nokkurra kirkjulega athafna
og gera þeim með því prestsstöðuna
alveg óviðunandi, og sömuleiðis taka
börn Sín úr þeim skólum, þar sem
kristindómskenslan væri óviðunandi,
en jafnframt mæla með trúuðum
prestum og kennurum eftir föngum.
í hinum var farið fram á, að söfn-
uðir fengju áhrif á hrauðaveitingar,
— prestskosningar þekkjast eklci í
norsku þjóðkirkjunni, — að viss fjöldi
safnaðarmanna fái að ráða sjer ann-
an prest, en sóknarprestinn, þegar
þeir vilji launa honum sjálfir. — Líkt
og á sjer stað með kjörpresta í Dan-
mörku.
Ennfremur var því lýst yfir, að
sjálfsagt væri að vera viðbúinn, ef
j þessum kröfum yrði ekki sint en ný-