Bjarmi - 01.05.1920, Blaðsíða 4
76
BJARMI
»Hvern baðstu annars fyrir barnið,
Emma?«
»Ó, vertu óhræddur um Ellu litlu«a
svaraði hún brosandi, og hvatti hest
sinn sporum. »Hún Manga gamla tók
hana að sjer«.
»Jeg er ekki hræddur um barnið,
að það fari sjer að voða eða því um
líkt«, svaraði hann. »En ætli henni
leiðist ekki bjá Möngu gömlu, og
salcni þín, hún er orðin svo dætna-
laust hænd að þjer, anginn litli«.
»Furðanlega, elsku barnið«, svar-
aði frúin klökk. »Og hún fer að smá
hænast að þjer líka, þótt hún hafi ver-
ið feimin við þig svona fyrst. Hefirðu
sjeð hvað hún horfir skrílilega á þig
stundum? Eins og hún sje að velta
fyrir sjer mjög erfiðu umhugsunar-
efni. — — Jeg hefi reynt með öllu
móti að láta hana gleyma móður-
missinum, og jeg hjelt satt að segja
að börn væru yfirleitt fremur fljót
að gleyma, nema Ella, jeg held hún
geti ekki gleymt. Mjer finst oft hún
búa yfir huldum harmi, þessi litli
aumingi! Og hugsaðu þjer! Eitt kvöld
fyrir skemstu, jeg var búin að hátta
hana í bólið sitt, og jeg hjelt hún
væri sofnuð fyrir góðri stund, jeg
læddist þá að rúminu hennar til þess
að breiða betur ofan á hana, og
veistu hvað: Hún lá þá vakandi og
tárin fjellu niður eftir kinnum henn-
ar, þótt hún reyndi að bæla ekkann
niður. Jeg tók hana auðvilað í fang
mjer og spurði hana af hverju hún
væri að gráta, eftir langa mæðu kom
svarið hægt og slitrótt — »af því að
manna mín er dáin — og jeg finn
pabba minn víst aldrei«. Ó, þá fann
jeg sárt til þess að jeg var ekki móð-
ir hennar, og þá hefði jeg viljað geta
mikið til þess, að geta lagt hana í
faðm föður síns«.
»Þú hefir aldrei sagt mjer þetta
fyr, Emma, þótt þú hafir margt að
segja mjer um Ellu litlu«, sagði mað-
ur hennar, þegar hún þagnaði.
Nýjar bækur.
Andvari,
1919 (44. árg.) er nykominn.
Eru þar meðal annars mjög ihug-
unarverðar greinar eftir Steingrím
Arason kennara og Sigurð skóla-
stjóra Þórólfsson. Grein Steingrims
»Stjórnarbylting á skólasviðinu«, gæti
orðið þarflegt ihugunar- og umræðu-
efni á kennara- og foreldrafundum,
hvar sem fólki er ant um barna-
fræðslu. Sigarður skrifar um fram-
þróunarkenninguna vel og greinilega
og sýnir fram á hvað apakattavinir
fari í bága við reynsluvísindin þegar
þeir eru að rekja ættir manna til
apakatta. Enginn »milliliður« milli
apa og manna hefur fundist, en hitt
»fundist« greinilega, að »frægir vis-
indamenn« voru svo stækir efnis-
hyggjumenn að þeir fóru með lyga-
sögur um »mállausa, trúlausa, loðna
mannapa« í Afríku, eins og Schafl-
hausen, sem skrökvaði því að hann
hefði sjeð þá, eða fölsuðu myndir af
fósturþróun manns og dýra, eins og
Hæchel þýski, átrúnaðargoð íslenskrar
efnishyggju, sem skrifaði mörg alþýð-
leg rit, sem sanna skyldu að maður-
inn væri ekki annað en æðsta dýrið,
en eru »full af ósannindum og blekk-
ingum« eins og S. f*. segir.
Lesendur Bjarma ættu að lesa
þessa ritgjörð og sýna hana vind-
belgingum þeim, sem eru svo sneydd-
ir sannri þekkingu að þeir halda að
nú sje »vísindalega sannað«, að »guðs-
orð sje tál, og trú og sál sje tildur-
smíð blekkinganna«.
Frh. á bls. 80.